Nú er ég í sambandi við yndislega stelpu og það gengur eins og í sögu hjá okkur. Vandamálið er það að mér finnst svolítið erfitt að eiga vini í kringum hana. Ekki misskilja mig, hún fílar mína nánustu vini og vínkonur en það er allavega ein sem er útundan sem ég varla þori að segja henni frá. Sú stelpa er manneskja sem var svona hálfgerður bólfélagi og við höfum alltaf átt góða samleið saman og þykir rosalega vænt um hvort annað. Nú þegar ég er í sambandi veit ég að það væri rangt hjá mér að sofa hjá henni eða gera eitthvað svoleiðis með henni. Hinsvegar langar mig til þess að fá að hitta hana áfram á kaffihúsum og fleira án þess að vera nagaður af samviskubiti. Ég og þessi vinkona mín höfum mikinn áhuga á kvikmyndum og okkkur finnst mjög gaman að fara í bíó saman. Nú finnst mér eins og ég geti það ekki vegna þess að þá er ég að “halda framhjá”
Ég og þessi vinkona mín höfum rætt það að okkur langar ennþá að sofa saman vegna þess að kynlíf okkar var hreint út sagt stórkostlegt og kærastan kemst ekki með tærnar sem hin stelpan hefur hælana. Ég næ því alveg en sambönd eiga ekki að ganga 100% út á kynlíf, ég er alls ekki að kvarta undan mínu núverandi kynlífi það er flott og gott og fullnægjandi en það verður samt alltaf í öðru sæti þegar að kynlífi kemur. Ég er alls ekki hræddur um að við eigum eftir að sofa saman, það kemur ekki til greina en mér finnst eins og ég sé að gera eitthvað rangt með því að heyra í henni reglulega eða það eins að fara í bíó. Það er ekki eins og ég geti sagt við kærustuna “Ha nei nei, þetta er bara vínkona mín” “Ha hvað meinarðu að ég hef ekki sagt þér frá henni áður…. það er útaf því að við vorum bólfélagar” HVAÐ GET ÉG GERT?? Fólk segir alltaf “girls come and go but friends are forever” er það……??