Hinn há bandaríski hátíðardagur Valentínusardagurinn er hægt en mjög örugglega að hreiðra um sig í íslenskri menningu, okkur karlmönnum til mikils ama. Þessi dagur er í raun stórhættulegt tvíeggjað sverð. Ef að þú gerir eitthvað sætt fyrir konuna þína áttu alveg eins von á því að hún taki það illa upp, og skammi þig fyrir að gera aldrei neitt fyrir hana nema þegar þú ert “skyldugur” til þess. Ef að þú hins vegar ákveður að gefa skít í dag sem er búið að þröngva uppá okkur geturu lent í alveg sama pakka og fengið skammir í hattinn frá konunni fyrir að vera órómantískur og leiðinlegur. Eða eins og heimspekingurinn Bartholomew Simpson sagði eitt sinn: “You’re damn if you do and you’re damn if you don’t.” Svo höfum við Íslendingar nú þegar tvo mjög góða og gilda daga sem eiga að þjóna þessum sama tilgangi, konu- og bóndadag, sem virðast þó oft gleymast hjá yngri kynslóðinni.

En nú er lausnin fundin fyrir þá karlmenn, eins og mig, sem telja sig hlunnfarna útaf þessum blessaða degi. Hinn 14. mars er nú orðinn hátíðardagurinn “Steak and BJ day”, eða uppá íslenska tungu, Steikar og munngælu dagurinn. Mikið karlmannlegri dag er sennilega ekki hægt að finna uppá. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni http://www.steakandbjday.com/ en þar er meðal annars að finna allskonar kort og vörur sem tengjast þessum frábæra degi.

Miðað við hversu hratt Valentínusardagurinn hefur unnið á hér á klakanum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Steikar og munngæludagurinn komi ekki sterkur inn á næstu árum. Segið vinum ykkar og vinnufélögum frá þessu og breiðið út fagnaðarerindið, en umfram allt, segið þið konunum ykkar frá þessu!

You love me tender,
you love me sweet.
On March 14th,
it’s all about your meat!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _