Ég verð ekki heima hjá mér um jólin. Ég verð heima hjá kærastanum mínum og fjöldskyldu hans. Ég veit ekki alveg hvernig þessi jól eiga eftir að verða. Mér finnts jólin vera akkurat sá tími sem maður á að sýna hvað mesta væntumþykju og ást til náungans eða ef þið skiljið hvað ég er að fara.
Jólin = ást og umhyggja
Ég man eftir því þegar ég var lítil og eldri systir mín var ekki heima um jólin og það voru skrítin jól. Það var alls ekki eins þegar öll fjöldskyldan var ekki til staðar.
En það sem ég er að forvitnast um, er hvar verðið þið um jólin.
Finnst ykkur mikilvægt að vera í faðmi fjöldskyldunnar eða skiptir það ykkur engu máli?
Kveðja Sigga