Afbrýðisemi


Orðið vekur upp minningar um gömul sambönd hja mér og datt í hug að skrifa um reynslu mína varðandi þetta ákveðna efni.
Í mínu fyrsta langtímasambandi varð fyrsta reynslan af þessum tilfinningum sem tengjast afbrýðisemi.
Byrjar sem smá klór á yfirborðinu sem angrar mann smá og svo ef maður lætur þetta ná tökum á sér þá missir maður stjórnina á tilfinningum sem fylgja í kjölfarið.
Stjórnleysi og ótti elta mann uppi og hvísla ýmis rugli að manni sem trúlegt er þegar afbrýðisemin er annas vegar.
Tökum dæmi:
Ég fer út til útlanda í 3 vikur í bakpokaferðalag og gerði þau mistök að taka símann minn með mer.
Besti vinur minn var að umgangast kærustu mína á þeim tíma og ég var óöruggur í kringum hann þegar kom að kærustu minni á þeim tíma.
Hann var í betri vinnu,átti flottari bíl,má deila um betra útlit :) en þetta var smá grunnur af óöryggi með hann þvi hann náði athygli hennar tók ég eftir.

Ég sá hvernig hún var byrjuð að vera í kringum hann og fékk stundum alveg nóg hvernig hún “breyttist” í kringum hann og virtist daðra við hann.
Ég gerði þau mistök að minnast ekkert á neitt við hana né hann og ákvað bara hlusta á röddina í höfðinu á mer sem hvíslaði alls kyns rugli.

Afbrýðiusemin var búnað ná tökum á mér.

Í dag sé ég nokkrum árum seinna að ég treysti henni ekki í raun og þess vegna var grunnur fyrir óttan að ná tökum á mér.
Það er rosalegt hvernig þetta getur farið með mann ef maður stoppar þetta ekki af.
Afbrýðisemi sem ég hef upplifað er 80% ótti og hægt er að uppræta þetta með samtölum ef sambandið er það þroskað.

Nokkrum samböndum seinna hef ég fundið fyrir afbrýðisemi nema ekki eins sterkt og þarna þvi ég hef þroskast í samböndum og áttað mig á að ef sambandið er ekki byggt á trausti og að leyfa sér að treysta annari manneskju sem sýnt hefur framá að hægt sé að treysta þá er ekki rúm fyrir afbrýðisemi af þvi magni sem ég lenti í minu fyrsta langtímasambandi.

Afbrýðisemi étur mann hægt og rólega upp og er í raun dauði fyrir sum sambönd sem maður hefur heyrt um.

Ef ég finn fyrir þessu í dag þá hugsa ég í raun mjög rólega hvers vegna mér er byrjað að líða sona og ræði það við kærustuna.
Um leið og ég tekst á við þetta þá finn ég fyrir að það er ég sem stjórna mínum tilfinningum en ekki þær mér og hlaupa með mig í gönur eitthvert úti móa þar sem ég get endað einn,skítugur,pirraður og með enga lausn þvi ég sagði ekki neitt hvernig mér leið.
Ég er í sambandi í dag sem mér langar að rækta og þroskast með,ég legg mig fram við að koma heiðarlega fram eins best og ég get hverju sinni og tekst á við það sem gengur á einn dag í einu.
Ef ég kýs að láta afbrýðisemina ná tökum á mer þá mun ég pipra eitthverstaðar úti móa…. (mold er ekki góð á bragðið hehe )

Það hefur tekið mig tíma að treysta á ný eftir að hafa lent í ýmsu veseni(sjá eldri greinar) en að hafa fundið traust á ný og geta ræktað það og tekist á við erfiða tíma með góðri manneskju er meira en orð geta lýst.

Fór að taka sjálfan mig í gegn um daginn og áttaði mig á ástæðulausum ótta sem nagaði mig þangað til að rætt var um hann og báðum leið betur eftir að hafa hreinsað andrúmsloftið.
Ég lít núna á að ef ég finn fyrir afbrýðisemi í mínu sambandi þá lít ég á það sem dauðann.
Ég kýs að vera lifandi :)
Mun halda áfram að takast á við lífið og það sem verður á vegi okkar saman í þessu sambandi.
Langaði bara deila þessu með ykkur.
Verið lifandi í núinu en ekki með áhyggjur af þvi sem er enn óskeð.

-Marcinko