Afbrýðisemin.. Ég hef verið í sambandi núna í 2 og hálfan mánuð og við höfum aldrei verið jafn hamingjusöm og við höfum verið núna. Við byrjuðum sem mjög góðir vinir en endaði með því að við byrjuðum saman sem var það besta sem hefur gerst fyrir okkur bæði. Okkur þykir alveg ótrúlega vænt um hvort annað, en elskum ekki hvort annað(erum ekki alveg komin það langt:)).

Á þessum tveimur og hálfum mánuðum sem við höfum verið saman hef ég ALDREI fundið fyrir neinni afbrýðisemi, aldrei! Og við höfum enga ástæðu til þess að vera afbrýðusamt við hvort annað því að okkur finnst afbrýðisemin bara vera vantraust. Ef þú treystir ekki maka þínum og verður alltaf afbrýðisöm/samur þá ætti sambandið að vera mjög erfitt. Því persónulega finnst mér kjarni sambands vera traust og vinátta.

Ég hef svo oft lent í því að þurfa að hlusta á vini mína vera að kvarta undan því að þau halda að makinn sinn sé að halda framhjá þeim bara af því að hann/hún var með besta vini sínum og þau voru að hlæja saman. Og það er eitthvað sem ég hef aldrei skilið!! Hvernig er hægt að verða svona afbrýðisamur ef maki manns er ein/einn með besta vini sínum? Já, ég veit að stundum hafa hlutir gerst milli tveggja besta vina og svoleiðis.. en samt ekki alltaf.

Við höfum bæði mikið frelsi í sambandinu okkar. Auðvitað erum við trú hvort öðru og svoleiðis, en við megum samt alveg skemmta okkur í sitthvoru lagi án þess að einn aðilinn verður reið/ur eða fer í fýlu. Þótt fólk sé saman þá verður það samt líka að fá sitt pláss og fá eitthvað frelsi og þurfa ekki alltaf að vera með maka sínum og passa sig að láta sig ekki sjást kringum neinn strák/stelpu því þá er hann/hún að halda framhjá! Ég skil ekki afbrýðisemi og hef aldrei gert það. Ég mun ég samt finna fyrir afbrýðisemi fyrr eða síðar, þó ég efist um að ég geri það ef ég er með einhverjum sem ég treysti. Og ef ég treysti ekki makanum mínum þá sé ég engan tilgang með þessu sambandi ef traust er ekki á milli okkar.

Vildi bara tjá mig um þetta hérna og vita hvað ykkur finnst um þetta. Hafið þið oft verið afbrýðisöm út í makan ykkar? Afhverju?