þannig er mál með vexti að kærasta mín til 1 og 1/2 árs segist ekki vera viss um hvort hún sé hrifin af mér lengur. það atvikast þannig að ég fer með hóp til englands 28. janúar að miðvikudegi og kem heim aftur 1. feb. í millitíðinni tölumst við í síma og allt virðist í lagi nema hvað að mér finnst hún frekar köld(get ekki útskýrt nánar, það var bara eitthvað við það hvernig hún talaði), en þrátt fyrir það reyni ég að segja sjálfum mér að allt sé í lagi, þó innst inni viti ég að eitthvað er að. seinustu 2 dagana er ég orðinn frekar óþreygjufullur að komast heim vegna þess að ég vil vita hvað meinið er. ég kem seint heim kvöldið 1. feb og er síðan kominn til hennar milli 00:30 og 01:00, og gisti þar um nóttina, þetta sama kvöld spyr ég hana af hverju hún hafi verið svona í símann en hún segir að það hafi verið óviljandi og ég gleypi við því, þó er enn eitthvað sem situr í maganum á mér og er að segja mér að eitthvað sé ekki rétt. næsta dag fer hún í skólann og sona allir í góðum fílíng og ég hitti hana um kvöldið aftur eftir æfingar og sona. þá er hún gaddfreðin alveg og talar varla við mig alt kvöldið, en um kvöldið fórum við til vinukonu okkar í smá afmæli og svo fáum við okkur ís en með í för eru 2 félagar okkar. eftir ísinn sktulum við vinunum heim og förum heim til hennar þar sem ég spyr hana aftur útí þetta með að loka mig úti. hún þá tautar um að vera ekki hrifin af mér lengur og eittthvað og segist vera búin að hugsa vel og lengi um þetta(2 mánuði til að vera nákvæmur) og við tölumst til kl 4 um nótt en þá fer ég heim nýbúinn að grenja úr mér augun, en allavega þá segist hún vera að hugsa sig um ennþá og vill ennþá hitta mig og eitthvað, en eitt ælangar mig að vita. er hægt að missa áhugann eftir 1 og 1/2 ár??? sérstaklega þar sem við áttum æðislega gott samband og erum bestu vinir og elskuðum hvort annað. ekki fer það bara sísona???
en allavega þá þakka ég öllum sem nenntu að lesa og biðst afsökunar á þeim tíma sem ég eyddi hjá þeim í vitleysa

Drazil
það var einu sinni maður frá Nantucket…