Halló fólk, mig langar að segja ykkur frá mínu vandamáli og líka biðja ykkur um ráð. Margir hafa lent í þessu en þetta er í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir mig. Kannski hefur eitthvað svipað komið á Huga áður en mér þætti rosalega vænt um ef einhverjir nenntu að svara.
Málið er það að ég varð skotinn í stelpu og hún var líka skotin í mér fyrst. Hún er hávaxin, dökkhærð og svakalega falleg og ári eldri en ég þó það skipti svo sem ekki öllu máli. Ég svaf hjá henni nokkrum sinnum en vorum samt aldrei saman sem par, bara gerðumða nokkrum sinnum en samt sem áður var þetta ekki bara um kynlíf. Þetta gekk í um það bil mánuð. Leiðindin eru þau að þetta er æðislegasta stelpa sem ég hef kynnst og ég er orðinn rosalega hrifinn af henni, en hún er núna orðin hrifin af öðrum strák sem er líka hrifinn af henni, en hún vill samt vera vinur minn áfram. Ég bara held að ég geti ekki verið bara vinur hennar því að ég er hræddur um að það endi með að ég verði yfir mig ástfanginn af henni en hún muni ekki bera sömu tilfinningar. Samt veit ég að henni er mjög annt um mig og ég veit að ég mun særa hana mjög mikið ef ég vill ekki vera vinur hennar. Og ég vil ekki missa hana úr lífi mínu en ég held ég verði.
Ég veit að þið eruð rosalega mörg þarna úti sem hafið lent í þessu sama eða svipuðu og örugglega mörg sem eruð í þessum sporum akkúrat núna. Þessvegna langar mig að spyrja ykkur hver ykkar reynsla er og hvort ykkur finnst að ég ætti að losa mig algjörlega við hana úr lífi mínu, eða vera vinur hennar og vona að ég hætti að vera hrifinn af henni. Langar endilega að heyra ykkar sögu og/eða ráð og hvað þið eruð gömul. Ég er 20 ára.