Jæja þá er komið að smá forvitni hérna.
Þannig er að ég er stelpa og ég hef svo oft heyrt aðrar stelpur
segja að þær taki aldrei “fyrsta skrefið” þegar þær næla sér í
mann, láta þá alltaf koma til þeirra annað hvort vegna þess að
þær eru hræddar við að verða hafnað eða finnst að svoleiðis
eigo hlutirnir bara að vera. Mér finnst þetta persónulega vera
alveg rangt viðhorf og hef sjálf oft tekið fyrsta skrefið þegar ég
hef “nælt mér í ” mann, ég viðurkenni þó að hafa oftast vitað
að viðkomandi hefði áhuga og tekið fyrsta skrefið vegna þess
að þeir voru og feimnir til að gera það, svo mér hefur aldrei
verið hafnað.
En ég hef þó gerst svo djörf að ganga bara upp að manni og
kyssa hann honum að óvörum, það hefur sem betur fer alltaf
verið tekið mjög vel í það!!! (ég er ekkert allt of þolinmóð;)
Hvernig hefur þetta verið hjá ykkur, ert þú stelpa eða strákur
sem tekur fyrsta skrefið eða kanski strákur sem óskar þess
að stelpurnar standi sig betur í þessum málum?
Komið endilega með dæmisögur;)