Nokkrar hugleiðingar um ástarsorg. Hvernig veit fólk hvenær það er komið í þannig sorg ? Getur einhver lýst því? Auðvitað er það einstaklingsbundið, en hvernig veit maður hvort það sé virkilega raunverulegt og að maður hafi elskað hann ? Líður hálfpartinn eins og ég sé í ástarsorg en ég er ekki viss, hef aldrei upplifað slíkar tilfinningar áður. Mig líður svipað og þegar maður hefur misst einhvern. Líður svipað og einhver hafi dáið frá mér. Líður eins og ég sé að springa og tárast mikið. Ég efast um að þetta sé ástarsorg afþví ég hitti hann í svo fá skipti. En aftur á móti finn ég svo sterkar tilfinningar gagnvart honum.

Vildi bara heyra hvernig fólk upplifir þetta, hvort það hafi einhvern tíman upplifað slíka sorg og hvernig það myndi lýsa þessari svokölluðu ástarsorg ? Fyrir mér er ástarsorg eitthvað sterkt afl. Ein af sterkustu tilfinningum sem maður getur fundið fyrir, veit þó ekki hvort ég hef upplifað slíka sorg.