Ég hef fylgst með þó nokkrum umræðum á þessu áhugamáli í gegnum tíðina og meðal þess sem ég hnýt yfir í hverri einustu umræðu er gagnrýni, eða einhver önnur komment, á stereotýpuna sem makar hárið í geli, ekur um á nýjum sportbíl og blastar græjunar í botni, sést ekki í myrkri sökum margra ljósatíma og er með hár sem er svo aflitað að það lýsir í myrkri. Hvað persónuleikann varðar er hann ekki til staðar, enda er eina takmark þessara manna að taka gellurnar frá öllum hinum.
Síðan er það steríótýpan sem hugsar og hefur skoðanir, en það er manneskjan sem enginn tekur eftir því fólk (stelpur, því þessari ádeilu er aðallega bent á stráka) eru svo miklir hræsnarar að þær fara bara eftir útlitinu en er í raun alveg sama um innri mann.

Nú er ég ekki alveg með á nótunum hvað hugarar eru að fara.. eru þeir sem reyna að hugsa um útlitið að einhverju marki bara að bæta fyrir það hvað þeir eru illa innrættir og vantar mikið upp á á öðrum sviðum? Er það samnefnari fyrir alla sem fara reglulega í klippingu, hugsa um heilsuna og reyna jafnvel að greiða sér, að þeir séu gjörsamlega tómir að innan, sneyddir tilfinningum og skoðunum, með yfirborðskennd áhugamál og hafa ekki snefil af mannlegri reisn?
Gæti aldrei hugsast að þeir hugsi um útlitið af þeirri einni ástæðu að þeir vilja helst líta snyrtilega út, sé þess kostur?
Þetta álit virðist vera alveg rosalega útbreitt hérna á huga, alla vega ef eitthvað er að marka svörunina á greinum hérna!
Að sjálfsögðu fær maður það á tilfinninguna að þeir sem tala um “ógeðin sem setja gel í hárið á sér og keyra um á sportbílum” séu þeir sem er í raun alveg sama um útlit sitt, semsagt seinni týpan sem ég minntist á (ég er ekki að tala um sportbílinn sem útlit, kem að því seinna).

Ef þeim er sama og eru hugsandi um allt annað, af hverju eru þeir þá að bölsótast út af þessu? Í alvöru, í staðinn fyrir að kvarta og kveina á huga, gerið eitthvað fyrir eigið útlit og hættið að hafa móral yfir því að aðrir reyna að halda sér snyrtilegum!
Það sem er kannski sorglegast af þessu öllu er sú staðreynd að það sé búið að ákveða að þeir sem keyra um á góðum bílum keyri þá einungis útlitsins vegna og þá bara til að hözzla. Það vill nefnilega svo einkennilega til að sumum þykir gaman að keyra skemmtilega bíla og kaupa bíl sjálfs síns vegna, ekki til þess að friða aðra og ganga í augun á múgnum.
Ég er einn af þessum einkennilegu mönnum sem hafa gaman af góðum bílum, og er nokkuð sama hvað öðrum finnst um þá bíla sem ég fíla. Ef MÉR finnst bíll flottur ER hann flottur fyrir mér!

Ekki láta þessa þröngsýni stjórna ykkur, skoðið allar hliðar málsins áður en þið ráðist á einhvern einn hóp vegna þess að þið eruð ekki sáttir við ykkur sjálfa!

Kær kveðja;
TobbiHJ