Ég var allavega 12 ára þegar ég slummaði fyrst strák og þá fannst sumum vinkonum mínum það gegt fáránlegt, ein hefur enn ekki slummað strák (14 ára). En systir mín sem er 11 ára (2.janúar) hún var einhvern tíman fyrir svona 3 vikum að tala við vinkonu sína í gemsann sinn og hún var einhvað að segja svona já, það er ekkert ógeðslegt að slumma - ég get ekki sagt það þú verður að prufa það sjálf.
Ég meina ok ég enginn símahlérari en þetta kom eins og blaut tuska framan í mig, bara litla systir mín, sem er greinilega búin að slumma strák. Mér finnst geðveikur munur á nýorðin 11 og 12 ára, ok hún er í 5.bekk en ég var í 7unda bekk (september).
Svo var systir mín að fara á diskótek eins og það er kallað í barnadeildinni og hún bað mig um að mála sig (þúst í 5.bekk) ég setti smá maskara á hana og smá augnskugga og fannst hún allveg nóg og fín en þá kom hún með meik sem að ég harðneitaði að setja á hana en ég setti frekar sólarpúður, ok þá fannst mér hún vera eins og hún væri að fara á paraball í 8unda bekk, en svo kommst ég að því 3vikum seinna að hún fór á diskótek með 7unda bekk!!
Ok hún er í 5 bekk en mér datt ekki í hug að gún myndi fara á diskótek með 7unda bekk, en allavega þá kommst ég líka að því að hún væri alltaf með eldri krökkum og væri með strák í 7unda bekk.
Ok þegar ég var í 5 bekk þá fannst mér strákar hálfhlægilegt fyrirbæri og ég ætlaði sko alldrei að eignast kærasta , en raunin varð ekki sú. Í fimta bekk var eina málningadótið sem að ég átti augnskuggi og gloss og þá fannst mér ég vera máluð eins og unglingarnir þótt að það var sko ekki þannig. Ég eignaðist fyrsta kærastann milli 6 og 7 bekkjar og þá fannst mér tími til kominn en ekki í 5.bekk.
Svo frétti ég gegnum vin minn að hann hafi séð Söndru prufa að reykja en ég tók það allveg í gegn hjá henni og hún þóttist alsaklaus.
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá