Rokkhljómsveitirnar Pan, Coral og Xanax munu troða upp á hinum nýja skemmtistað Ibiza, sem staðsettur er í húsi gamla strippklúbbsins Þórskaffi, á fimmtudagskvöldið 24. okt (já, súlan er enn á sínum stað). Fjörið byrjar kl. 10 og kostar 500 kr. inn. 18 aldurstakmark.

Coral er hágæða hljómsveit sem er nýbúin að gefa út samnefnda plötu og er hefur slagarinn þeirra “Arthur” ómað á öldum ljósvakanna undafarnar vikur.

Hin umdeilda Pan sást síðast á Rútstúni í Kópavogi 17. júní og hefur nú loks komið aftur í leitirnar. Comeback orðið tímabært.

Xanax stíga hér sín fyrstu skref á sviði rokksins og lofa góðu. Ein af fáum íslenskum hljómsveitum með kvenmann innanborðs.

Mætið tímanlega.
<br><br>http://www.jupiterfrost.net/pan
www.dojopan.com