Ég er sammála, mér finnst amnesiac ekki góð. En tónleikaplatan er góð og er ég þeirrar skoðunar að Radiohead er með betri live hljómsveitum sem ég hef heyrt í langan tíma. Ég hefði ekkert á móti því að fara á tónleikum með þeim.
Ég vil líka vekja umræðu á eftirfarandi. Ég man ekki á hvaða plötu lagið Pyramid song er á. Hvort að það sé kid A eða Amnesiac en ég tók eftir svolitlu skemmtilegu þegar ég sá myndbandið við það. Í lok myndbandsins þá lítur myndavélin upp í himininn sem er teiknaður í tölvu. Himinninn er myndaður af margvíslegum fallegum litum en í þar fljúga um 5 lítil ljós þar til þau stoppa allt í einu. Það sem vakti helst áhuga minn varðandi þessi litlu ljós er að þau mynduðu uppsetninguna sem sést á legu pýramídanna í Egyptalandi séð með gervihnattamyndum. það er að segja pýramídanna þriggja í giza og tveggja annara eldri pýramída lengra í burtu. Hinsvegar þá eru pýramídarnir ennfremur lega orion stjörnumerkisins eins og það sést frá himninum. Það getur þannig vel verið að ljósin séu bara tilvitnun í stjörnumerkið eða kannski bara tilviljun, hvað haldið þið?