Jæja þá styttist í tónlistarverðlaun XFM en þau verða haldin í Austurbæ þann 23. Febrúar næstkomandi.

Þetta er í fyrsta skipti sem XFM heldur svona verðlaun með þeirri íslenskri tónlist sem þrífst á stöðinni og má búast við að þetta verði að árlegum viðburði.

Það besta við þessi verðlaun er að allir geta kosið á heimasíðunni http://www.xfm.is og er kosningin 100% netkosning, engin dómnefnd sem kippir í spotta.

Það er líka gaman að segja frá því að þeir sem kjósa eiga séns að næla sér í fría miða á atburðinn já eða fría flugmiða frá Icelandair.

Mér skilst að það verði ekki selt inn á viðburðinn og því eina leiðin að næla sér í miða með netkosningunni eða hlusta á stöðina til að fá gefins frímiða.

Það má búast við miklu rokki þarna og munu hljómsveitir koma fram en ekki hefur verið gefið upp hverjar þær eru.

Hverju spáið þið um úrslit verðlaunanna?