Jæja, ég var að koma heima af hinu árlega Frostrokk og ég verð að segja að þetta var eigi fullkomið kvöld. Margar góðar sveitir jú, en hljóðið var vægast sagt hræðilegt.
Mors menn byrjuðu leikinn með ágætum, fyrirtaksband með góðar pælingar. Skemmti mér vel við þá þó sándið hafi dregið þá vel niður.
Sound of music voru næstir á svið en því miður heyrði ég lítið í þeim og get varla dæmt þá af því. Samt tók ég eftir að sándið var eins vont og það varð hjá þeim, bassinn í botni en heyrðist lítið sem ekkert í gítarnum.
Somniferum stigu næst á svið en ég ætla eigi að fara mörgum orðum um það því er ég meðlimur í því bandi, en það fór ekki allt eins og ætla mátti.(Enn og aftur legg fram kvörtun um sándið.
Genocide voru næstir, og spiluðu einhverskonar nu-metal, mestallt cover með System of a down, skemmtilegt að horfa á þá, setja fram prýðigott show. En tónlistin var ekki upp á marga fiska að mínu mati.
Hugsun spiluðu emo rokk, en heyrði því miður lítið í þeim.
Danni og Dixieland-dvergarnir komu á óvart, byrjuðu á allt öðru en hefðbundna jazzinum sem þeir eru þekktir fyrir. Frábærlega gert hjá þeim og sérstaklega góð spilamennska hjá öllum.
Meistara Coral enduðu kvöldið með stæl eins og vanalega, en enn og aftur var sándið verulega að draga niður gæði tónlistarinnar. En þrátt fyrir það stóðu þeir sig með prýði.
Í heild voru þessir tónleikar svosem ágætir, en hefðu getað verið betri ef tæknihliðin hefði verið eitthvað betri. Eitt versta sánd ef ekki versta sem ég hef heyrt á tónleikum.