Miðað við uppsveiflu í íslensku rokklífi vildi ég mikið sjá þátt tileinkaðan einungis íslenskri rokktónlist, nýútgefinni, endurútgefinni og bara gammalli og góðri helst á Rás 2 eða kannski Radíó X.

Maður er að heyra nokkrar áhugaverðar hljómsveitir einmitt undanfarið en nær alltaf heyrir maður bara eitt lag með hverri hljómsveit og er engu nær hvað hún er að gera, hvort hún náði að gefa þetta eina lag út og koma í spilun eða hvort búið er að gefa út “stóran” CD.

Það væri svo enn betra ef tónlistarmenn gætu komið í þáttinn öðru hvoru, kynnt tónlistina sína og talað aðeins um hana.

Auðvitað er efniviðurinn kannski ekki mjög mikill en ef rétt væri að staðið gæti þetta allavega orðið traustur klukkutíma langur þáttur sem væri þá vonandi endurútsendur einu sinni.