Árið 1996 var líklegast það ár sem Graskerin voru á hátindi vinsælda sinna. Mellon Collie and the Infinite Sadness var að seljast framar björtustu vonum, enda áttu ekki margir von á því að þau myndu ná að selja mikið af þessari tvöföldu ófreskju. Hljómsveitin var að kynna Mellon Collie… allt árið og túrinn stóð fram á árið 1997. Corgan kynnti sitt frægasta trademark, svarta “ZERO”-bolinn sinn og silfurlituðu buxurnar. Þau unnu einnig til 7 verðlauna á MTV Video Music Awards(þegar MTV var fín stöð), ein fyrir “1979” videoið og sex fyrir “Tonight, Tonight” videoið, þar á meðal fyrir besta myndbandið.

Jimmy Chamberlin sökk hinsvegar dýpra og dýpra í eiturlyfjaneyslu sína og fækkaði t.d. sígarettunum niður í “aðeins” einn og hálfan pakka á dag (!!!).
Fyrsta af þremur ofneyslum hans gerðist í lok febrúar í Tailandi. Jimmy var meðvitunarlaus, en Jonathan Melvoin, tónleikahljómborðsleikari var líka dópaður en þó með fullri meðvitund. Corgan varaði Melvoin við því, að ef þetta gerðist aftur, þá fengi hann að fjúka.
Önnur ofneyslan átti sér stað í maí í Portúgal. Chamberlin og Melvoin fundust báðir meðvitundarlausir fyrir utan hótel og var brunað með þá á sjúkrahús. “Adrenaline shots to the heart, the whole ‘Pulp Fiction’ bit”, eins og Corgan orðaði það. Corgan rak Melvoin, en Melvoin náði að væla sig inn í bandið a.m.k. út tónleikaferðina. Corgan féllst á það.

Aðeins níu dögum seinna, þann 11.maí 1996 voru þau að spila í Dublin á Írlandi og á meðan þau voru að spila “Bullet with Butterfly Wings” kramdist 17 ára stelpa til dauða. Fjórir aðrir slösuðust í látunum.

“Homerpalooza”-þátturinn í Simpsons var sýndur í USA þann 19.maí.

Þriða eiturlyfjaofneyslan átti sér staðí New York í júlí. Jonathan Melvoin óverdósaði eftir heróínsession með Chamberlin. Chamberlin hringdi í 911, en leið síðan sjálfur út af. Melvoin lést, Chamberlin var þungt haldinn. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar voru færðir til yfirheyrslu sömu nótt, en sleppt daginn eftir. Chamberlin var kærður fyrir að hafa átt efnið. Hljómsveitinni var ekki boðið í jarðarför Melvoins.

Þann 17.júlí 1996 gaf sveitin út þá yfirlýsingu að þau hefðu rekið Chamberlin úr hljómsveitinni. Þau ákváðu að finna sér einhvern til þess að klára túrinn, sem átti að halda áfram í ágúst. Corgan sagði að þau hefðu rekið hann til þess að bjarga lífi hans. Þau gætu ekki passað hann eins og lítið barn. Chamberlin fór beinustu leið í meðferð. Filter-trommarinn Matt Walker gekk til liðs við þau. Dennis Flemoin úr “The Frogs” tók við af Melvoin.

Fyrsta lagið sem þau gáfu út eftir brottrekstur Chamberlins var hið tölvupoppaða “Eye” sem kom út á sándtrakkinu við “Lost Highway”, mynd David Lynch. Lagið “Tear” átti einnig að vera á sándtrakkinu en það var hætt við það (það kom síðar út á fjórðu breiðskífu þeirra). Fimmti singullinn af Mellon Collie…., Thity-three kom út stuttu síðar.
“The Aeroplane Flies High”, fimm diska boxsett var gefið út í lok nóvember. Það innihéllt alla singlana af Mellon Collie… í lengri útgáfum, auk þess sem var að finna nokkur óútgefin lög þeirra á meðal. (Mitt mat: ***1/2+/****)
Billy Corgan lagði til sex lög í kvikmyndina “Ransom” með aðstöð frá Matt Walker. Það sándtrakk kom út sama dag og TAFH.

Árið 1997 var tilkynnt að þau myndu gera Batman-lagið fyrir næstu Batman-mynd, hina afburðahræðilegu “Batman & Robin”. Það var gefið út í júní og er það lag þeirra sem hefur komist hæst á breska vinsældalistann, í 4.sæti. Það hét “The End is the Beginning is the End” (og er að mínu mati þeirra besta lag!).

Í febrúar 1997 luku þau tónleikaferðalagi sínu til kynningar á MCIS. Alls léku þau á 165 tónleikum, í 14 mánuði og í fimm heimsálfum á þeirra frægðarför, en sneru einum færri heim. Þau léku þó á fjölda tónlistarhátíða um alla Evrópu sumarið ‘97, þ.á.m. á Roskilde og Glastonbury.

Í ágúst byrjuðu upptökur á þeirra næstu plötu. Í þetta sinn með pródúsernum Brad Wood, auk þess sem Corgan pródúeraði mikin hluta sjálfur.
Um jólin gáfu þau út lagið “Christmastime” á safnplötunni “A Very Special Christmas 3”.

James Iha gaf út sólóplötuna “Let It Come Down” var gefin út í febrúar ’98 og innihélt kassagítarsvæl, kannski ekki af bestu gerð! (Mitt mat: **+/****)

Meðal trommara sem áttu að fylla í skarð Chamberlins á nýju plötunni voru fyrrnefndur Matt Walker, ex-Soundgarden-liðinn Matt Cameron, Beck-trommarinn Joey Waronker og gamlinginn Kenny Aronoff.
Þau fluttu til Los Angeles til þess að taka upp næstu plötu. Þau tóku upp 30lög fyrir plötuna sem kom loks út í byrjun júní árið 1998. Hún fékk nafnið “Adore” og fór beint í annað sæti billboard-listans (#1 á Íslandi!). Hún innihélt singlana “Ava Adore” og “Perfect”. Platan var róleg og í elektrónískari kantinum en þeirra fyrri verk, og fjallað aðallega um móður Corgans, sem dó nokkru áður (sbr. “For Martha”). Corgan lét t.d. þau orð falla að rokkið væri dautt. (Mitt mat: ****+/****, besta platan þeirra!)

Kenny Aronoff var trommari hljómsveitarinnar á “Adore” túrnum, sem var í styttra lagi, aðeins 17 tónleikar í Evrópu og 14 í USA, en allur ágóði túrsins í Ameríku rann til góðgerðamála. (ég sá þau 1. og 2. ágúst '98 í NYC!!!) Salan á Adore olli Corgan vonbrigðum. hefur “aðeins” selst í tæplega 3 milljónum eintaka.

Corgan samdi hluta Hole-plötunnar “Celebrity Skin” þar á meðal titillagið. Platan kom út í september.

To be continued….