Ég viðurkenni að ég hlusta ekki á underground tónlist.
Ég veit ekki um margar svoleiðis hljómsveitir, og hef
lítið sem ekkert kynnt mér málið. Þó er ég alveg með
opinn huga gagnvart þessari tónlist, og finnst
ekkert að henni.
Svo, hvað með þetta underground eða jaðartónlist?
Það eru afskaplega fáar útvarpstöðvar sem spila þetta,
þá helst í sýrðum rjóma á rás2 og svo þegar scratz
stöðin var,(spilaði reyndar rapp) sem hvarf þó fljótt af sjónarsviðinu.
Meirihluti unglinga í dag hefur að mínu mati ekki nógu
góðan tónlistarsmekk, og getur ekki sorterað ruslið
úr, heldur lætur stjórnast af því sem er í tísku
og því sem er með flott útlit á yfirborðinu.
Að sjálfsögðu eru margir til sem hafa næmni á
þetta, ég er ekki að segja að allir unglingar
eða fólk sé svona yfirleitt.
En mér finnst alltaf eins og underground tónlist sé
mjög afmörkuð, og erfitt að komast inn í það sem er
að gerast í henni. Kannski er það ekki hægt yfir
höfuð sökum fjölbreytninnar eða ósamhengislegrar
þróunar, en a.m.k ætti að vera hægt að vita meira
um málið en það sem ég geri. Ég tel mig hafa ágætan tónlistarsmekk, hlusta aðallega á Sigurrós,
Radiohead, Nirvana, Útópíu,At the drive in, Genesis
o.s.fr., en
allar þessar hljómsveitir(fyrir utan útópíu, ég
datt einhvernveginn niður á frábæran disk þeirra)
eru á yfirborðinu og hvert mannsbarn veit um.
Svo, hvað á maður að gera til að komast inn í underground “heiminn”?
PS. ef einhver á þennan disk með Útópíu, og telur
hann ekki vera góðan, þá bið ég hann um að
örvænta ekki. Ég lenti í þessu sjálfur, og diskurinn
fékk að safna ryki uppí skáp í dágóðan tíma, en svo
tók ég hann fram aftur og þá small hann í gang í
hausnum á mér, og núna er hann með bestu diskum, og
lögin á honum eru þau bestu lög sem ég hef haft á mp3
spilaranum mínum.
Hvurslags