Saul Hudson, betur þekktur sem Slash, er fyrrverandi gítarleikari glys rokk sveitarinnar Guns n' Roses. Slash fæddist árið 1965 í bænum Stoke-on-Trent í Englandi þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum, svartri bandarískri móður og hvítum breskum föður. Báðir foreldrar hans voru einskonar listamenn, móðir hans hannaði föt á þekkt fólk eins og David Bowie og faðir hans gerði plötuumslög fyrir Neil Young og Joni Mitchell.
Þegar Slash var 11 ára flutti hann til Los Angeles í Bandaríkjunum með móður sinni, en faðir hans varð eftir í Englandi. Í Bandaríkjunum fór Slash í Beverly Hills miðskólann. Þar var hann utangáttamaður og hann átti líka erfitt með að læra.
Á miðjum áttunda áratugnum skildu foreldrar hans og Slash flutti til ömmu sinnar. Þegar hann var 15 ára gaf amma hans honum eins strengs gítar sem hann lærði að spila á. Síðan byrjaði hann að spila að minnsta kosti í 12 tíma á dag og hafði þetta þau áhrif á nám hans að hann hætti í skóla. Nú var Slash orðinn vinsæll og hann spilaði með hverri hljómsveitinni á eftir annarri þangað til hann hitti Steven Adler. Saman stofnuðu þeir hljómsveitina Road Crew. Þegar þeir voru að leita að söngvara hittu þeir Izzy Stradlin gítarleikara sem spilaði fyrir þá spólu með W. Axl Rose. Þeir heilluðust strax af rödd hans og hljómsveitin Guns n' Roses varð til.
Slash hætti í Guns n' Roses eftir að hafa fengið nóg af Axl Rose og stofnaði Slash þá hljómsveitina Slash's Snakepit og gerði plötuna It's five o'clock somewhere. Eftir plötuna sundraðist sveitin.
Árið 2003 hitti Slash fyrrverandi félaga úr Guns n' Roses og byrjuðu þeir að spila saman. Seinna um árið fóru þeir að leita af nýjum liðsmönnum og fengu þá Dave Kushner og Scott Weiland til liðs við sig og Velvet Revolver varð til. Þeir byrjuðu strax að spila og undirbúa plötu sem fékk nafnið Contraband og kom út 2004. Velvet Revoler er núna á tónleikaferðalegi, en þeir áttu einmitt að spila á Íslandi síðastliðið sumar, en hætt var við vegna veikinda.
Þeir sem hafa haft mest áhrif á Slash eru Led Zeppelin, Eric Clapton, The Rolling Stones, Aerosmith og Jimi Hendrix. Platan sem hafði mest áhrif á hann var ROCKS með Aerosmith, en sú plata fékk hann til að byrja að hlusta á tónlist.
Einkennisbúningur Slash er pípuhattur, svart og sítt krullað hár og Gibson Les Paul gítar. Slash er líka fyrsti gítarleikarinn til að fá sérstaka línu af mögnurum hjá Marshall nefnda eftir sér og “riffið” hans í laginu Sweet Child O'mine var valið besta “riff” allra tíma af lesendum Total Guitar.
Slash býr núna í Beverly Hills með konu sinni, Perla, og strákunum sínum Clash og London.