Marilyn Manson Daginn, hér er ég með grein um uppáhalds tónlistarmanninn minn, Marilyn Manson

Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 af þeim Brain Hugh Warner (Manson - Söngur) Scott Mitchell Putesky (Daisy Berkowitz - Gítar), Brad Stewart (Gidget Gein - Bassi) og Steven Bier (Madonna Wayne Gacy - Hljómborð). Í byrjun var engin trommari svo í stað var notaður svokallaður trommuheili (drumhead) og bar þá hljómsvetin nafnið Marilyn Manson & the spooky kids. Hljómsveitin steig fyrst á svið þegar þeir voru beðnir um að hita upp fyrir N.I.N eða Nince Inch Nails og varð þá Trent Reznor söngvari N.I.N. mjög hrifin af hljómsveitinni og hjálpaði hann þeim að miklu leiti að redda tónleikum og svo framvegis.

Árið 1991 kom maður að nafni Freddy Streithorst í staðin fyrir trommuheilan. Freddy Streithorst var kallaður Sara Lee Lucas og sama ár var nafnið á hljómsveiti breytt í það nafn sem við þekkjum í dag, Marilyn Manson. Á tímabili hlaut hljómsveitin mikla athygli og vann tvisvar í röð verðlaunin “Band of the Year”. Lög á borð við Lunchbox, My monkey og Dope Hat urðu fræg.

Árið 1993 fékk hljómsveitin samning frá útgáfufyrirtækinu Nothing og fóru einnig á tónleikaferðalag með N.I.N. og gáfu sama ár út fyrsta diskinn sinn sem hét “Portrait of an American Family”. Í enda ársins 1993 var Gidget Gain rekin fyrir of mikla dóp neyslu og gat hann varla neitt á bassan lengur. Í staðin fengu þeir til liðs við sig mann að nafni Jeordie Francis White á bassa. Jeordie var kallaður Twiggy Ramirez og var hægri hönd mansons.

Árið 1994 fór hljómsveitin aftur á tónleikaferðalag með N.I.N. um heiminn. Manson var bannaður í Salt Lake city, en það var í fyrsta skipti á ferlinum sem hann hefur verið bannaður, en hann hefur verið bannaður á mörgum stöðum. Einnig hitti Manson Dr. Anton Szandor LaVey sem var svokallaður djöflabiskup og gerði hann Manson að djöflapresti.

Árið 1995 hætti síðan Sara Lee Lucas og í staðin gekk Kenny Wilson í hljómsveitina. Kenny var kallaður Ginger Fish. Einnig gaf Manson út aðra plötu og bar hún nafnið “Smells Like children” sem var með lögum á borð við Sweet Dreams sem var reyndar samið af Eurythmics, og Rock N' Roll
Niggar, og I Put a Spell on You.

Árið 1996 hætti Daizy Berkowitz og í staðin kom Michael Linton sem verður héðan í frá kallaður Zim Zum. Einnig gaf Manson út sína þriðju plötu og bar hún heitið “Antichrist Superstar” og er að mínu mati besti diskur Mansons. Platan fékk mikla athygli en samt mest neikvæða útaf mjög “ljótum” textum, “Each time I make my mother cry an Angel dies and falls from heaven” - Cryptorchid, “Let’s jump upon the sharp swords and cut away our smiles without the threat of death, there’s no reason to live at all” - The Reflecting God og einnig útaf því að margir krakkar frömdu sjálfsmorð í kvjölfarlagsins “The Reflecting God”

Árið 1998 hætti Zim Zum og í staðin kom maður að nafni John Lowery, betur þekktur sem John 5. John 5 hafði verið í mörgum þekktum hljómsveitum áður en hann gekk til liðs við Manson, svo sem Red Square Black, foSTted, Ryan Downe, Wilson Phillips, Night Rangers, Two, Ozzy Osbourne, Raven Payne og One Way. Stuttu eftir að John 5 kom, kom út fjórða plata mansons og bar hún heitið “The Mechainical Animals” Þessi plata var með meira “happy” tónlist og meira svona kókain rokk, enda ekki sungið um annað en dóp á þessari plötu. Þessi plata var með lög á borð við “The Dope Show”, “I Dont Like The Drugs” og hið ódauðlega lag “Coma White”. Stuttu eftir útgáfu plötunar lögsóttu Daisy Berkowitz Manson og sagðist eiga eitthvað af því efni sem væri á plötunni. Sama ár kom líka út tónleikageisladiskinnn “The Last Tour on Earth” sem kom líka á VHS og DVD.

Árið 2000 kom svo út 5 plata Manson fjölskyldunar og bar þessi plata nafnið “Holy Wood (In the Shadow of Valley of Death)” Diskurinn fékk strax mikla athygli en samt mikið neikvæði útaf hulstrinu, þar sem er teiknuð mynd af Manson krossfestum og kjálkalausan og var platan bönnuð í ýmsum löndum. Einnnig kom í kjölfarið DVD diskur sem bar nafnið “Guns, God and Goverment”

Árið 2002 hætti Twiggy og fór í staðin í hljómsveitinna A Perfect Circle. Í staðin var fenginn bassaleikari að nafni Tim Skold sem er í raun mjög góður bassaleikari, en talin vera of athyglissjúkur.

Árið 2003 kom svo út 6 plata Manson fjölskyldunar og bar þessi nafnið “The Golden Age of Gortesque” sem í raun var seinasta platan fyrir utan “Lest We Forget” Þessi plata var með lögum á borð við This is the new shit, (s) AINT og mOBSCENE. Öll lögin voru samin af John 5 og Skold, en allir textar af Manson.

Árið 2004 kom svo út seinasti diskur Manson fjölskyldunar, “Lest We Forget”, Best Of Marilyn Manson og inniheldur þessi plata mörg góð lög.Manson hljómsveitin er ekki hætt, eiga sennilega eftir að túra eitthvað en sennilega munu ekki koma út fleiri diskar. John 5 var einnig rekin þetta árið en ekki var gefin skýring afhverju.