Ég er að spá í þessarri könnun um frumraun hljómsveita og velti því fyrir mér hvort að Bleach verðskuldi efsta sætið.

Þó ég sé líklega meira hrifinn af Nirvana en GnR þá er Appetite besta plata GnR og því valdi ég hana. Ég hef aldrei verið mikill Pearl Jam aðdáandi en hins vegar þá veit ég að Ten er mjög mikils metin plata.

Eruð þið ekki enn og aftur að velja uppáhaldshljómsveitina frekar en að dæma efni könnunarinnar? Ég held að prósenturnar í þessarri könnun myndu ekki færast mikið til ef plötunum yrði sleppt og það væri spurt “hver þessarra hljómsveita er í mestu uppáhaldi hjá þér?”

—–

Núna þá er ég búinn að skrifa þann hluta sem átti upphaflega að vera póstur á kork, ég var að átta mig á því hve áhugavert þetta efni er.

Hverjar eru bestu frumraunir hljómsveita?

Það er mjög mismunandi hvernig tekst til í fyrstu tilraun, flestir ná ekki að koma sér almennilega af stað í þessu fyrr en seinna, fyrsta platan er oftast hrár efniviður og seinna kemur fram slípaðri og betri árangur, það á samt ekki alltaf við. Sumir ná frábærum árangri í fyrstu tilraun og ég hef mestan áhuga á að tala um þá hér, hverjar eru bestu frumraunirnar?

Rökstyðjið eða alla vega talið um plöturnar, ekki koma með “hljómsveitin XXXX rules og þess vegna er platan XXXX besta frumraun allra tíma”
<A href="