In Utero Jæja nú er manni farinn að langa að koma með eina Nirvana grein, enda kominn tími til. Þetta er búið að vera frekar litlust áhugamál svona undanfarið

Ég ætla aðeins að skrifa um In Utero (í móðurkvið) sem kom út 1993. Diskurinn var tekinn up af manni að nafni Steve Albini. Diskurinn þótti hálf misheppnast í upptöku þar sem lítið sem ekkert heyrðist í bassanum hjá Krist vin okkar Novoselic. Kurt sagði seinna sjálfur að þessi diskur væri afar illa tekinn upp og þeir hefðu geta gert miklu betur. Sérstaklega með lög eins Pennyroyal Tea og Radio friendly unit shifter. Persónulega fisnnt mér þessi ásamt öllum Nirvana diskunum bestu diskar allra tíma. En nóg af því. In Utero diskurinn hefur að geyma eftirfarandi lög:



SERVE THE SERVANTS: (Kurt Cobain)
Textinn í þessu lagi þykir og er mjög góður. En þar fjallar Kurt um pabba sinn og segir meðal annars “I tried hard to have a father, but instead I had a dad” Að mínu mati frábært lag með snilldar sólói.

Einkunn: 9/10



SCENTLESS APPRENTICE: (Kurt,Dave,Krist)
Þetta lag er um bók sem heitir Perfume. Þar sem segir frá einhverjum náunga frá Frakklandi um 1700. Þetta lag er SNILLD, snilld, snilld. Öskrin í Cobain eru ótrúleg í þessu lagi.

Einkunn: 9,5/10



HEART-SHAPED BOX: (Kurt Cobain)
Hvað getur maður sagt um lög eins og þetta. Þetta er bara tær snilld hjá manninum. Sennilega eitt af betri lögum Rokk sögunnar. Textinn fjallar um samband hans og Courtney Love og Heroin misnotkun þeirra.

Einkunn: 10/10



RAPE ME: (Kurt Cobain)
Kurt útskírði textann í laginu einhvern tímann svona. “Þetta lag fjllar um þá auminga sem nauðga einhverjum og eru dæmdir í fangelsi og svo í fangelsinu er þeim nauðgað” Hann vildi alls ekki að textinn í laginu myndi misskiljast. Þetta lag er nátttulega bara flott. Orðinn kannski svolítil klisja í dag. En ef maður myndi heyra þetta núna í fyrsta skipti myndi maður sennilega bresta í grát.

Einkunn: 9,5/10



FRANCES FARMER WILL HAVE HER REVENGE ON SEATTLE: (Kurt Cobain)
Kurt samdi þetta lag árið 1993. Margir halda að dóttir Kurts Frances hafi verið skýrð eftir þessum bónda en svo er ekki.
Virkilega gott lag og góður texti.

Einkunn: 9/10



DUMB: (Kurt Cobain)
Þegar Kurt samdi þetta lag 1991 var hann undir áhrifum bítlanna (sem hann elskaði) og vildi helst gera fleiri svona lög. Þetta lag er ótrúlega flott og textinn er snilld. Bítlarinir hefðu mátt vera stoltir að semja svona lag.

Einkunn 9/10



VERY APE: (Kurt Cobain)
Textinn í laginu er skot á öll þessi vaxtaræktar frík. Þetta lag er helvíti magnað og kemur manni í góðan fýling. Slakasta lagið á disknum?? ja og nei. Samt Snilld.

Einkunn: 8,5/10



MILK IT: (Kurt Cobain)
Eftir afskaplega einkennilegt Intro kemur líka þetta snilldar lag. Og verður eihvern veginn alltaf flottara og flottara eftir því hversu oft maður hlustar á það.

Einkunn: 8,5/10



PENNYROYAL TEA: (Kurt Cobain)
Þetta lag samdi Kurt '91. Þetta er algör snilld, eitt besta lag Nirvana og eitt af því besta allra tíma. Þetta gerist ekkert betra . Formúlan á laginu er svona ekta Nirvana. Byrjar á rólegu Versi og svo kemur þessi svokallaði “KILLER” chorus í öllu sínu veldi. Til þess að setja punktinn yfir i-ið kemur þetta sóló. Sólóið í laginu er næstum of gott til að vera til.

Einkunn: 10/10



RADIO FRIENDLY UNIT SHIFTER: (Kurt Cobain)
Þetta lag var oftar en ekki fyrsta lagið á konsertum hjá Nirvana. Frábært lag. “C” kaflinn í laginu. “ Hate, Hate your enemies _ Save, Save your friends _ Find, Find your place_ Speak, Speak the truth. Er kafli í laginu sem ég hvet alla til þess að leggja eyru við og njóta.

Einkunn: 9,5/10



TOURETTE´S: (Kurt Cobain)
”The eagle has landed“ kallaði Kurt þetta lag einhvern tímann. Þetta er svona ”Territorial Pissings“ lag, allavega ekkert ósvipað. Ef menn vilja heyra ekta grunge þá mæli ég með þessu.

Einkunn: 9/10



ALL APOLOGIES: (Kurt Cobain)
Seint árið 1990 samdi Kurt þetta lag. Eitt af af þessum rólegu Nirvana lögum sem kalla fram gæsahúðina. Voðalítið hægt að segja en bara snilld.

Einkunn: 9/10


(Einnig inniheldur diskurinn lagið ”Galloons of rubbing alcohol flow through the strip“ sem ég er ekkert að fara tíunda hér)



Jæja þá er þessari yfirferð á diskinum lokið. Þessi diskur var síðasti diskurinn sem Nirvana gáfu út fyrir utan U.P.I.N.Y. Nú styttist líka í 37 ára afmælis dag Kurts sem er skemmtilegt.


Segið nú ykkar skoðanir á þessu öllu saman !!



p.s. mér hlakkar mikið til þess að heyra ”ooo ekki enn ein Nirvana greinin" en fuck them.




-Return