Pearl Jam Þar sem mér fannst vanta hér góða grein um Pearl Jam ákvað ég að skrifa eina.


Meðlimir Pearl Jam eru:
Stone Gossard-Gítar
Mike McCready-gítar
Matt Cameron-trommur, hann gekk til liðs við Pearl Jam eftir að hafa trommað með Soundgarden
Eddie Vedder- söngur og gítar, þennan mann eiga allir að þekkja en hann er einn besti söngvari í heimi
Jeff Ament-Bassi

Sumarið 1984 var hljómsveit frá Seattle sem hét Green Rivers stofnuð en í henni voru Jeff Ament og Stone Gossard og í október sama ár hitar hún upp fyrir Dead Kennedys á tónleikum í Seattle.
1988 hættu svo Green Rivers en Jeff Ament og Stone Gossard stofna nýja sveit sem hét Mother Love bone en árið 1990 lést Andrew Wood söngvari þeirra af of stórum heróín skammti en þeir Jeff og Stone héldu þó áfram og fengu þeir gítarleikarann Mike McCready til liðs við sig og þeir þrír ásamt Matt Cameron trommara Soungarden gerðu demó sem endaði í höndunum á Eddie Vedder en hann tók svo söng sinn inn á demóið og sendi það til baka og var þá ráðinn sem söngvari þeirra.
1990 er Dave Krusen ráðinn trommari hjá þeim en á þeim tíma hétu þeir Mookie Blaylock í höfuðið á NBA leikmanni en þeir breyttu nafninu fljótlega í Pearl Jam í höfuðið á sultu sem amma Vedder gerði en amma hans hét Pearl.
1991 gáfu þeir svo út sína fyrstu breiðskífu en hún hét Ten og var gefinn út á vegum Epic records, það ár spiluðu þeir einnig í verkefni til heiðurs Andrew Wood sem hét “Temple of the dog”. Ten seldist ekki mjög vel fyrst en eftir að “grunge” stefnan varð allsráðandi í tónlistarheiminum með Nirvana fremsta í flokki byrjaði platan að seljast mjög vel og þeir urðu mjög vinsælir en ári eftir að hún kom út í Evrópu komst hún í annað sætið á Billboard listanum og fengu nokkur lög gríðarlega spilun á MTV og útvarpi
Þann 25 .maí 1991 spiluðu þeir í partýi vegna frumsýningar á mynd Cameron Crowe sem hét Singles en þar léku þeir allir hlutverk, strax eftir tónleikana hætti þáverandi trommari þeirra, Dave Krusen
1991 réðu þeir Dave Abbruzzese á trommur og hann spilaði á tónleikum með þeim aðeins 4 dögum eftir að hann gekk í bandið og seinna sama ár fara þeir í tónleikaferð um öll Bandaríkin til að kynna Ten
1992 fara þeir í fyrsta skiptið í tónleikaferð um Evrópu og spila þeir í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi og á Bretlandi.
1993 spila þeir á mörgum tónleikum með fullt af hljómsveitum og vinna ýmiss verðlaun t.d. American Music Awards sem nýliðarnir bæði í Popp/rokk flokki og heavy metal/hard rock flokki, einnig vinna þeir 4 verðlaun af 5 tilnefningum á MTV video music awards en myndbandið við Jeremy vann verðlaun sem besta myndband, besta hljómsveitar myndband og besta rokk myndband, einnig vann leikstjóri myndbandsins, Mark Pellington verðlaun sem besti leikstjóri
Í október 1993 gefa þeir út diskinn “VS” og fór diskurinn beint í fyrsta sæti á Billboard listanum með 950.378 eintök seld fyrstu vikuna og þaraf 350.000 seld eintök fyrsta sólarhringinn og nökkrum dögum seinna kemst Eddie Vedder á forsíðu Times og komst þá í hóp manna eins og Bill Clinton, George W Bush, Osama Bin Laden og Saddam Hussein.Diskurinn seldist svo í milljónum eintaka þrátt fyrir það að þeir gerðu enginn myndbönd við lögin á disknum í ótta við að verða of mikið sell out. Í framhaldi af vinsældum disksins fara þeir í tónleikaferð um Bandaríkin og í júní 1994 hófu þeir stríð gegn TicketMaster en þeim fannst of dýrt að kaupa miða á tónleika og þá byrjuðu þeir að spila á mun minni stöðum þar sem TicketMaster sá um að skipuleggja flesta tónleika í stórum húsum og völlum og stundum varð að aflýsa tónleikum með þeim vegna þess að tónleikastaðirnir stóðust ekki gæðakröfur.
1994 gáfu þeir svo út plötuna Vitalogy og seldist hún ekkert minna en hinar tvær eða í 877.000 eintökum fyrstu vikuna og var hún þá með næst flest eintök seld fyrstu vikuna á eftir “VS” frá því að mælingar hófust 1991, en platan fór í efsta sæti á Billboard listanum og var þar samfleytti í 5 vikur, seinna um árið hætti Dave Abbruzzese í Pearl Jam og það var svo í janúar 1995 á tónleikum sem voru útvarpaðir um öll Bandaríkin að Eddie Vedder tilkynnti að Jack Irons fyrrverandi trommari Red Hot Chili Peppers væri nýr trommari sveitarinnar. Í febrúar sama ár fóru þeir svo í tónleikaferð til Japans, Singapúr, Tælands, Ástralíu og Nýja-Sjálands og í mars kemst “VS” í sexfalda platínum sölu og í júní komst Ten í nífalda platínum sölu.
Í janúar 1996 vinna þeir tvö American Music Awards fyrir besta Heavy metal/hard rokk bandið og bestu Alternative music artist(veit ekki íslenska þýðingu) og 28. febrúar vinna þeir Grammy verðlaun fyrir besta rokk flutning fyrir lagið Spin the black circle
1996 gáfu þeir út plötu sem hét No code en hún fékk hún góða dóma frá hlustendum Pearl Jam en sá hópur var gríðarlega stór enda hljómsveitin mjög vinsæl og diskurinn fór í efsta sæti Billboard listans.
1998 kom svo diskurinn Yield út og fylgdu þeir disknum eftir með heimstúr, en það ár gekk Matt Cameron trommari Soundgarden til liðs við þá en þá brutu þeir einnig regluna um engin myndbönd og gerðu myndband við lagið Do the evolution og diskurinn fór í annað sæti á Billboard listanum en eins og Yield seldist hann ekki mjög vel eftir fyrstu vikuna en þeir nutu enn gríðarlegra vinsældra og uppselt var á alla tónleika þeirra.
Eftir þetta héltu margir að þeirra glýrðardagar væru á enda og grunge stefna að líða undir lok en 1999 endurgeðu þeir lagið Last Kiss fyrir aðdáendaklúbb sinn en brátt fóru útvarpshlustendur að krefjast þess að lagið yrði spilað í útvarpi og samþykktu þeir það, þetta lag varð svo útvarpssmellur ársins
Þrátt fyrir vinsældir Last Kiss seldist næsta breiðskífa þeirra Binaural ekki nógu vel og varð ekki vinsæl en hún kom út árið 2000.
2000-2001 gáfu þeir út 72 diska undir nafninu Bootleg en hver diskur innihélt eina tónleika, þetta sýndi að þeir vildu enn gera hlutina með sínum hætti.
Næsta breiðskífa þeirra Riot Act varð svo gríðarlega vinsæl og gerðu þeir meðal annars myndbönd við lög af disknum, Riot Act seldist mjög vel og sumir töluðu um að grunge stefnan væri kominn aftur en Greatest Hits diskur Nirvana kom út á sama tíma og seldist mjög vel.
Nýlega kom svo út tónleikadiskur með þeim og gagnrýnendur segja þetta vera einn besti tónleikadiskur sem komið hefur út.

Heimildir: www.bandhunt.com og www.mattsmusicpage.com