Þessi grein er skrifuð eftir að hafa litið á greinina “5 bestu hljómsveitir allra tíma (að mínu mati)”, þaðan er innblásturinn.

Í greinarsvörum við þeirri grein lýsir fjöldinn allur af hugurum yfir skoðunum sínum á “bestu tónlist veraldar”. Þar eru orð eins og “lífsnauðsynleg” og “fullkomnun” notuð um viðfangsefnið.

Ég er nefnilega alveg merkilegur að því er virðist að ég hef bara ekki svona sterkar tilfinningar til tónlistar. Ég er með einhver 13 gig af mp3, hátt í 3000 lög, inni á tölvinnu, ég tala mikið um tónlist, hef reynt að búa hana til og fleirra.

En þegar kemur að því að hlusta á hana er ég í raun ekkert svo virkur. Eitt og eitt lag sem maður verður hooked á (bendi hip hop þenkjandi fólki á “Cabfare” með Souls of Mischeif í augnablikinu), ég á mína klassísku diska (Fight Club - Dust Brothers, Odelay - Beck, 1. og 3. RATM diskarnir, MFTJG - The Prodigy)

En ég á mér enga uppáhalds tónlist, ég hef enga artista upp til skýjanna, engar hljómsveitir eru mér ástríða. Ég á auðveldar með að skilja þesslags þegar tónlistin er partur af umbrotum í þjóðfélaginu, samanber hippa og pönkara (jafnvel rave-ið), en allir virðast jafn ákafir í tónlistardýrkun sinni og nokkurn tíman í fortíðinni á þessum stilltu og mollulegu tímum sem við lifum á.

Er ég sá eini sem er svona leiðinlegur? Eru aðrir þarna úti sem líta í raun á tónlist sem afþreygingu í hinu daglega lífi, en ekki lífs spursmál? Hver er þín afstaða til tónlistar, hverju skiptir hún þig? bara svona að pæla…

ES:
Ég hefði eflaust átt að senda þetta inn á yfirflokkinn “tónlist” en þar sem þar er aldrei neinn, valdi á “Rokk” þar sem það er vinsælasta ég víðast skilgreinda tónlistarstefnan. Sjálfur er ég samt ekki mikill rokkari.