Þessa skemmtilegu keppni hélt hann Dojo og þökkum við honum fyrir það :) Og annað skiptið í röð vann hann Prair. Nú þurfa menn að taka sig saman í andlitinu og slá hann út!
allavega hér eru svörin…

—Triviasvör og sigurvegari—

1. Í hvaða hljómsveit er tónlistarmaðurinn Kyle Gass ?
Tenacious D

2. Hvað hljómsveit var að gefa út diskinn: “Dirty, Sexy Knights in Paris” ?
Audiovent

3. Hljómsveitin Electric Sheep var hljómsveit sem komst aldrei á kortið en innihélt tónlistarmenn sem nú eru þekktir. Hverjir eru þeir og í hvaða hljómsveitum eru þeir núna (tveir karlmenn)?
Tommy Morello, sem er í Audioslave og Adam Jones, sem er í Tool

4. Bassaleikari A Perfect Circle, Paz Lenchantin, spilar nú í annari súpergrúppu. Hvað heitir hún ?
Zwan

5. Hvað tónlistarmaður hefur sá um hljóð og tónlist í fyrsta Quake leiknum ?
Trent Reznor (gefið rétt fyrir Nine Inch Nails)

6. Hvað heitir fyrrum gítarleikari Soundgarden ?
Kim Thayil

7. Hvaða kvikmynd innihélt tónlist eftir David Grohl ?
Touch (1997)

8. Hvað er “The Tapeworm Project” ?
Verkefni tónleikahljómsveitar Trent Reznors (NIN) þar sem þeir nota tónlist frá Reznor sem varð afgangs við plötugerð hans til þess að gera “NIN” plötu þar sem hljómsveitin fær að ráða. Munu lögin vera sungin af mismunandi söngvörum, t.d. Chino Moreno og Billy Corgan. (Vegna flóknar útskýringar fengu þeir sem svöruðu “hliðarverkefni NIN” eða í þá áttina rétt).

9. Hver drukknaði í Wolf River, 29 maí, 1997?
Jeff Buckley

10. Hvaða hljómsveit á lagið “Battlestar Scralatchtica” og á hvaða plötu er það ?
Incubus af plötunni Make Yourself


Niðurstaða
———-
Prair 10
Jesper 8
Garsil 8
Delphi 7 ½
RaggiS 6