Yfirleitt finnst mér nú skammarlegt þegar menn nota vinnu annara til eigins gróða. Hefur það nú tíðkast um einhvern tíma að popptónlistarmenn samtímans hafa notað lög annara til að komast inn í bransann (eða halda sér inn í honum) vegna skorts á eigin hæfileikum. Og alltaf hefur mér fundist það jafn sorglegt.
En þó tel ég það í góðu lagi ef að listamenn vilja votta áhrifavöldum virðingu sína með því að spila lögin þeirra, svo lengi sem þeir geri það á réttum forsendum og geri það vel!
En Íslendingur nokkur hefur nú fært þetta koverlaga concept á nýtt plan. Þessi blessaði maður er nú að gefa út þriðju plötuna undir sínu nafni, og engin af þessum plötum hefur innihaldið snefil af frumsömdu efni (allavega ekki sem ég veit um) og hefur hann mokselt þessar plötur um hver einustu jól.
Engin skal neita því að þessum aðila finnist lögin sem hann er að syngja góð. En ef honum finnst þau svona góð, af hverju hlustar hann bara ekki á þau og semur eigin lög undir áhrifum upprunalegu laganna?
Venjulega færi þetta ekki svona í taugarnar á mér, en nú gekk hann of langt. Á nýjustu plötu sinni ræðst hann á Bob Dylan, aftur! “All along the Watchtower” hefur reyndar löngum verið coverað af ýmsum listamönnum og finnst mér það barnaskapur að telja sig geta betrumbætt þær útgáfur sem núþegar fyrirfinnast.
En þvílík ósvífni að taka “Sara” Téð lag kom upprunalega út árið 1976 á plötunni “Desire” og telst eflaust til persónulegri laga Dylan's. Hafði hann nýlega skilið við Söru, konu sína til margra ára og var hann sérlega berskjaldaður eftir það og kemur það skýrt fram í textanum:
“I …had just gotten through,
Stayin' up for days in the Chelsea Hotel,
Writin' ”Sad-Eyed Lady of the Lowlands“ for you.
Ekki heldur þessi maður því fram að hann hafi samið ”Sad-Eyed Lady of the Lowlands"? Varla heldur hann að hann hafi upplifað einhverskonar tengsl við nokkuð sem er í textanum, jú þeir eru víst sömu trúar, meira getur það varla verið.
Svona persónuleg lög á að láta vera, það ætti að vera bannað að vera eitthvað að reyna að endurtúlka þau.
(Eins fannst mér KK lagið algjörlega óþarft til endurtúlkunnar)