Hvað er gott íslenskt orð yfir Survivor? Að þrauka? Að bjargast? Ehh allaveganna… Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef ekki séð einn einasta survivor þátt!!! En aftur á móti langar mig alveg ógeðslega í þáttinn!! Vinkona mín segir að ég sé þessi dæmigerða manneskja í þáttinn. Ég myndi éta pöddur ef ég þyrfti þess og svoleiðis… ég veit það nú ekki alveg… en það er margt sem ég myndi hiklaust gera bara til þess að fá “kikkið” út úr því. Ég myndi “fíla” mig alveg geðveikt að þurfa að vaða út í á og eiga það á hættu að eitt stykki mannætufiskur kæmi og nartaði í mig… mér þætti það bara fyndið… og ég er ekki að grínast með það! Ég fór bara svona að spá í hve margir geta séð sig í þessum þætti… er ég sú eina sem er svo klikkuð að virkilega LANGA, og alls ekki út af peningunum… mig langaði að fara áður en ég vissi að það væru peningar með í dæminu, eða eru margir og kannski bara allir sem þrá ekkert heitara en að komast að í þættinum og prófa að berjast við eiturslöngur og éta orma? Kannski er ég líka bara með einhverja ranghugmynd um þáttinn og kannski flatmaga líka bara allir “survivorarnir” á sundlaugarbakka og keppnin gangi út á það hver helst lengst út í strandblaki… ég meina ég veit ekki, ég hef aldrei horft á þættina… Endilega komið með “komment” og segið mér í eitt skipti fyrir öll út á hvað þessi þáttur gengur!! Já ég vil líka benda á það að ég er ekki einhver nördi í Rvík sem kann ekki að kveikja á sjónvarpinu eða e-ð, ég er svona sveitabarn þar sem skjár einn næst ekki og við þurfum bara að leika okkur til að halda okkur á lífi :)