Jæja nú er hinn stjörnum príddi “sörvævor” búinn.
Mér fannst þetta hin ágætasta þáttaröð en nú ætla ég að koma með skoðun mína á úrslitunum, sumum leikmannana og bara að þessu öllu almennt.
Þetta fór eins og ég spáði: Rupert númer fjögur, blaður-Jenna (eins og ég kýs að kalla hana) númer þrjú, B-Rob númer tvö og Amber sigurvegari.
Mér fannst Alica, Big-Tom, Kathy og Lex koma með hálfgert kjaftæði í lokaræðunni sinni þegar þau fengu að tala við Rob og Amber. “Þú sveikst mig, þú eyðilagðir vináttu okkar búhúhú.”
Shii Ann sagði eitt talsvert gott í endinn sem var fullkomlega satt: “People in glass houses shouldn´t throw rocks.”
Þetta er náttúrulega bara heilagur sannleikur leiksins Survivor.
Richard Hatch sætti sér við þetta, líka Colby og Ethan. Þeir voru allir reknir með svikum. En Richard sagði þetta meira segja þótt hann hafi verið svikinn svona. Allt er leyfilegt í leik.
Lex var með einhvern voða vælukjóahátt: “Rob þú sveikst mig búhúhú.” En var náttúrtulega sjálfur búinn að steingleyma að hann sveik Colby, Ethan og Hatch.
Jerri var púuð svo rækilega niður að hún fór í fýlu og fór út í auka-þættinum (ég grenjaði úr hlátri þegar þetta gerðist). Sue var búinn að fara í einhverjar rosa lýtaaðgerðir og það að kæra Hatch var algjörlega fokið út í buskann.
Ethan og Jenna svarthærða voru búin að gifta sig og blaður-Jenna líka.
Shii Ann fékk bíl að gjöf frá Amber (mér til mikillar undrunar).
Rupert (besti kall sem hefur verið í Survivor frá upphafi) fékk hina milljónina sem hann verðskuldaði svo sannarlega og allir virtust bara vera þokkalega ánægðir í seinasta þættinum (nema Jerri náttúrulega muahahaha!).
Ég var mjög ánægð með úrslitin og enn ánægðari með að Rupert vann milljónina hina. Þetta var allt sem ég hef að segja takk fyrir mig.