Sælir Huga rafhausar, einn amatör hér sem fiktar við taktsmíði og hljóðhönnun í frístundum. Ég hef verið að fikta í raftónlist með hléum undanfarin 2 ár, mest í software og er að spá í að bæta aðeins í græjusafnið og reyna að gera eitthvað í aðeins meiri alvöru.

Setupið mitt eins og stendur er Ableton Live 7, Reason(nota það samt nánast ekki neitt), M-Audio Trigger Finger til að stjórna Live og TonePort UX2 audio interface ásamt crappy kínverskum míkrafón sem ég keypti á götumarkaði fyrir 10 evrur.

Ég er að spá í að spreða smá pening í sumar og kaupa mér eitthvað “leikfang” sem að fittar inn í þetta setup og gefur sveigjanleika, og er búinn að vera að góna mikið á Electribe MX grooveboxið. Er að fíla sándin á því og það að það sé hægt að routa audio inn í effectana og lampann á því.

Er einhver hér sem hefur eitthvað notað þessa græju og getur svarað nokkrum spurningum

1. Hversu auðvelt er að stjórna henni í gegnum MIDI? Step sequencerinn virðist vera skemmtilegur en ég er yfirleitt ekki að gera þessa rosa quantize-uðu 4/4 takta, og eftir því sem ég best veit er hann voðalega takmarkaður við svoleiðis. Svarar sequencerinn velocity skilaboðum t.d frá Ableton Live, eða Trigger Fingerinum?

2. Hversu mikill munur er á sándinu gegnum lampana? Er maður virkilega að fá “feitara” sound þar heldur en að nota þessi “virtual analog” plugin eins og saturator-inn í Ableton, eða PSP Vintage Warmer?

3. Er þetta sæmilega rugged græja? Er óhætt að taka sénsinn á að kaupa hana notaða? Er dálítið smeykur í sambandi við lampana, þar sem þeir hljóta að gefa sig fyrr eða síðar…

Já ég er mest að hlusta á og gera indie/underground hip-hop/IDM takta, fíla mestallt frá Anticon, Boards of Canada, Prefuse náttúrulega, og DJ Krush er minn guð! :)

Endilega skiljið eftir comment ef þið hafið einhverja reynslu af þessari græju, eða vitið af annarri betri! :)