Ég er alveg sammála Hr. Goodman í þessu. Finnst banner vera afskaplega óþarfur hlutur á áhugamálum. Flestir eru að keyra í það hárri upplausn að bannerinn verður bara lítill. Mesti partur síðunnar er tekinn upp af whitespace.
Svo varðandi áhugaleysið, þá eru hér aðilar að pósta músík og lögum sem þeir hafa gert, sem er bara flott framtak. Þær greinar sem okkur hér hafa borist eru því miður oft því marki brenndar sem aðrar greinar á öðrum áhugamálum eru, semsagt hroðvirknislega unnar og bara þýddar beint úr fyrstu málsgrein um viðkomandi efni á Wikipedia.
Og eru auk þess fullar af prentvillum og vitleysu. Þetta er vandamál sem stjórnendur á öðrum áhugamálum finnst mjög hvimleitt. Hvernig fór eiginlega fólk að því að leita sér heimilda áður fyrir Wikipedia?
En þetta átti nú ekki að vera eitthvað skot á þá sem hafa reynt, við reynum að halda góðum gæðastandard hér sem á öðrum áhugamálum á Huga, enda er það skylda okkar.