Raftónlistarkeppni hugi.is og muzik.is Við höfum við opnað fyrir innsendingu laga og stendur sú skráning yfir í mánuð. Það er einfalt að taka þátt. Þið þurfið einfaldlega að koma laginu ykkar á <b>MP3 formi</b> til okkar í gegnum þessa síðu hér: <a href="http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3">http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3</a>. Þann 24. maí verður dómnefnd búin að velja þau 15 lög sem komast í úrslit. Þau lög verða einnig spiluð á MUZIK FM 88,5 í sérstökum klukkustundar þætti sem tileinkaður er keppninni.


Úrslitakvöldið verður svo í enda Maí eða í byrjun júní og verða þá 15 lögin spiluð og dómnefnd mun velja í fyrstu 3 sætin. Dómnefndina skipa fulltrúar frá hugi.is, muzik.is, breakbeat.is og Undirtónum. <p></p>
Vinningurinn er ekki af verri endanum en í þetta sinn gefur Hljóðfærahúsið USB lausn frá DigiDesign sem nefnist Mbox. Einnig mun sigurlagið fara í spilun á MUZIK FM 88,5. Allar frekari upplýsingar eru <a href="http://static.hugi.is/stuffnfiles/mp3">hér</a>.