Jamm…Mér finnst í raun frekar einkennilegt hversu ó-aktíft svæði þetta er þ.e.a.s “Raftónlist á huga” sumir póstarnir eru búnir að vera óhreyfðir svo mánuðum skiptir.

Takið t.d HipHop,þar eru öll topic lesin í kringum 100 sinnum eða oftar og er það greinilega virkilega aktíft áhugamál.

Það er örsjaldan að maður rekst á nýjan póst hérna og oftar en ekki er hann 50% diss,bull,leiðindi,þras o.s.f.r.v

'eg sæki reglulega fleiri spjallsvæði (reyndar erlend) en þar eru menn virkilega að taka þátt í einhverjum hópfíling þ.e.a.s krítisera verk hvors annars og skiptast á upplýsingum um hvernig er hægt að ná fram hinum og þessum sándum með hinum ýmsu aðferðum.
'eg veit að þeta hefur hjálpað mér heilmikið sem tónlistarmanni.

Þar eru t.d þrasarar og leiðindaskjoður einfaldlega ekki velkomnir.

Er þetta eitthvað séríslenkt fyrirbæri eða er þetta eitthvað bundið við raftónlistarmenn á íslandi?

'Eg veit það að minnsta kosti að ég er allur af vilja gerður til að deila minni reynslu með öllum hérna og er sömuleiðis til í að reyna að gefa uppbyggilega krítik á þá tónlist sem menn eru að vinna í.

Mér finnst það vera í okkar ábyrgð (íslenskra raftónlistarmanna)og í okkar hag að búa til og hlúa að einhverri senu þar sem hlutirnir snúast um að aðstoða hvorn annan að vera betri tónlistarmenn….ekki rétt?!
Með því að byggja upp íslenska raftónlist eru allir að “benefitta”!

'astæðan fyrir að ég er að skrifa þetta er kannski vegna þess að ég sé fullt af möguleikum í samstarfi og fleiru ef það er skipt dálítið um gír hérna og sömuleiðis þar sem ég er orðin dálítið þreyttur á þessu þrasi og bulli sem oft einkennir þetta spjallsvæði.

'EG legg t.d til að það verði fleygt út eitthvað af þessum óaktífu korkum t.d ambient,techno os.f.r.v en kannski sett upp í staðinn korkar sem kallast “Ny lög/Krítik” og einnig að setja upp kork “Tech Talk” sem snýr að aðferðum,forritun,mixi og eitthvað slíkt….Jafnvel Cubase/Logic Kork?

Einnig væri ég til í að sjá tenglasafn sem snéri að INFO síðum um stafrænt hljóð/Mix/Technique.os.f.r.v mér sýnist reyndar eitthvað slíkt vera til hérna en kannski mætti vera aktívara.

Eftir einhvern tima gæti verið kominn einhverskonar grunnur sem menn geta sótt einhverjar upplýsingar versus einhverjir þras korkar.

Ef menn yrðu síðan duglegir víð að syna stuffið sitt hérna þá væri jafnvel hægt að vera með track vikunnar eða eitthvað slíkt?

Önnur tillaga sem snýr alfarið að umsjónarmönnum Huga en það væri gaman að sjá korka kerfið virka þannig að heitustu korkarnir eða korkur sem nýbúið er að svara í sé efstur ,en þetta gæti kallað á einhverjar meiriháttar breytingar!?!?!

Svona fyrir utan þetta allt saman þá væri gaman að sjá umsjónarmenn svæðisins vera örlítið duglegri við að updeita svæðið t.d fleiri viðtöl eða eitthvað slíkt.

hvernig sem því er snúið þa´finnst mér vera fullt af hlutum sem hægt er að gera hérna og vonandi taka menn bara vel í þessar tillögur og endilega komið með tillögur um hvernig ykkur finnst vera hægt að nýta þennan miðil betur …..

Nema þetta sé bara bull í mér og allir séu bara sáttir eins og þetta er!?