1.) Rakaðu á þér hausinn. Algjört must nema þú sért AFX. Sýndu algjört áhugaleysi á allri hárhirðu.

2.) Hugsaðu upp nafn sem ekki er sjens að bera fram, eða fáránlegt nafn eins og “Philbert Rhompus”.

3.) Ef þú getur dansað við tónlistina þína þá ertu ekki að reyna nógu mikið. Málaðu inn triplettur í Cubase á óviðeigandi stöðum eins og þú fáir borgað fyrir það.

4.) Tíma signature er fyrir kellingar, sem og quantisation.

5.) Taktu myndir af byggingum ef þú hljómar eins og AE, börnum og leikföngum ef þú hljómar eins og BOC eða Múm, og af sjálfum þér í einkennilegu ástandi ef þú hljómar eins og AFX.Notaðu þetta síðan sem cover á plötuna þína.

6.) Nöfn á lögum.MJÖG mikilvægt í IDM, þar sem skortur á tengingu við lagið sjálft lætur þig lúkka kúl og ekki verra ef þu lúkkar líka sem furðufugl.

7.) Ef þú lendir í viðtali láttu eins og þú sért með pseudo high-level stærðfræðikunnáttu og notaðu þetta til að bluffa þér leið útúr óþægilegum spurningum.

8.) Smíðaðu þínar eigin græjur, skrifaðu þín eigin forrit , og fríkaðu út með lóðboltanum á Fisher-Price safninu þínu.
Þú mátt að sjálfsögðu ekki nota “presetta”…Notaðu makka helst Laptop.

9.)Ef þú lendir í viðtali þá ALDREI gleyma að minnast á hvað þú hatar orðið IDM (Intelligent dance music)

10.) Vertu annaðhvort últra furðulegur eða últra artí fartí , það er enginn millivegur

11.) Notaðu Reaktor , það endar með að hljóma eins og IDM þó þú vitir ekkert hvað þú ert að gera.

12.) Gerðu eins lítið PR eins og hægt er og þegar þú gerir það þá, ljúgðu.

13.) ehh….Granulator….einhver?

14.) Ekki gleyma að þar sem að þú ert “Intelligent” tónlistarmaður að þá áttu rétt á að sukka í 90% af því sem þú gerir.

15.) Hvað sem er getur verið IDM svo lengi sem það er elektrónískt,innhverft og “self-concious”

16.) Ef þú spilar læf þá ekki nota neitt nema Laptop (eða enn betra TVO laptoppa) ekki hreyfa þig mikið, sittu bara og ruggaðu þér fram og tilbaka og horfðu gáfulega á skjáinn.

17.) Simpletext og Talkit eru vinir þínir , sem og upptökur af fólki að tala japönsku.

18.)EF Þú átt harmonikku…'i guðanna bænum notaðu hana!!!:)

19.) Ef þú talar við pressuna vertu þá alltaf í fullkominni mótsögn við það sem þu sagðir seinast.

20.) Eingöngu nota svarthvítar myndir, eða lýstar með bláu

21.) Settu endilega númer eftir laganafni eins og það þýði eitthvað t.d “JMA Switcher 492c”

22.) Vertu alltaf of seinn á þína eigin tónleika

23.) (Tengt nr22) Ef þú mætir og seint í viðtal (og þú verður að vera of seinn) þá ekki fara að útskýra að þú hafir verið að bíða eftir buxunum úr þurrkaranum hálftíma.Þá er frekar að halda því fram að þú hafir verið upptekinn að búa til þitt eigið tónlistar “operating system” eða þú hafir verið að leggja lokahöndina á tónlistar AI/forritið/gervihnöttinn/róbotinn. Segðu frá þessu í framhjáhlaupi þar sem of mikil kappsemi er ekki Kúl.

24.) Gefðu út þriggja diska seríu sem kallast “ Eitthvað Volume2” og aldrei gefa út Volume 1

25.) Taktu smá tíma í að læra á Photoshop til að geta gert asnalegar myndir af hausnum á þér á líkamanum á öðru fólki.

26.) Drekktu FULLT af bjór á hverju kvöldi þar sem þú mátt alls ekki sjást á almannafæri án þess að vera undir áhrifum.

27i.) Ef þú gerir Remix vertu þá viss um að remixið hljómi sem minnst líkt orginalnum. Ef þetta gengur eitthvað illa þa´sendir þú bara allt trackið í gegnum bitshiftertransquantizergranulatorinn þinn… Þú veist,þennan sem þú smíðaðir úr örbylgjuofninum og ristavélinni þinni.

ii.) Eða eins og amma sagði alltaf “If in doubt, fuck shit up like there is no tomorrow”

iii.) Helst er að remixa einhvern sem þú fílar ekkert sérstaklega,þetta eykur á kúl factorinn eins og komið hefur fram. Bónus punktar fyrir að skila efni sem hefur ekkert að gera með orginalinn.

28.) Munda að að hátíðni hljóð eru vinur þinn, Gott sánd er það ekki.

29.) Melódían verður að vera random, en random á þann hátt að þeir sem fíla IDM vita ekki að hún er random…Ehemm:)

30.) Algjört max að vera með eitt melódískt sánd í hverju trakki , tvö ef þú ert í rosa gír.

31.) Farðu í Byko og keyptu 7 tommu sandpappírsskífur og settu þær í 7 tommu plötuhulstur og gefðu þetta á gigginu sem “Limited Edition”

32.) Gefðu út “nafnspjaldsgeisladisk” en settu 38 trökk á hann öll 10 sek, vertu viss um að allir diskarnir séu með mismunandi lagaröð.

33.) aldrei nota hástafi!!!

34.) Ekki vera með tónleika í langan tíma og hæpaðu síðan upp eitt gigg í marga mánuði. Haltu síðan þessa tónleika á ströndinni í Nauthólsvík í grenjandi rigningu. mættu bara með Stylophone og “Modified” Fisher-Price hljómborðið þitt og spilaðu það lágt að enginn heyri í þér.

35.) Settu upp Dúet með Motorhead..Eh..!?

36.) Túraðu um Bandaríkinn en misstu af vélinni. Þegar þú loks kemst þangað þá tékkar þú þig inn á eitthvað krappy mótel sem eginn finnur ALLS EKKI mæta á sándtékk, æfingar o.s.f.r.v . Farðu í viðtal hjá Jay Leno en sittu bara og segðu ekki neitt. Ef þú verður að segja eitthvað þá talaðu um appelsínur!

37.) Þú ert EKKI “band”, þú ert með “Project” , vertu alltaf að minna fólk á þetta.

38.) Vertu með mikið umtal í fjölmiðlum um að hata eiturlyf, nota ekki eiturlyf , og hvað þú hatir að “Projectið” þitt sé tengt við eiturlyf. Haltu síðan áfram að búa til tónlist fyrir eiturlyfjaneytendur með tilvísun til eiturlyfja í nöfnum á lögum.

39.) Leggðu þennan frasa á minnið “If you don't get it it is over your head.” Ruglaðu fólk í ríminu með því að minnast stanslaust á þetta, þetta er eina sem þarf til að verja tónlistina þína…eh fyrirgefðu Listina þína.

40.) Þú ert ekki tónlistarmaður heldur listamaður þannig að allt sem þú gerir hefur eitthvað djúpt listrænt gildi.

41.) Það er þeirra vandamál ef þeir skilja þig ekki!

Langar einhverjum að bæta einhverju við?

C.P.Elec.b.board