Justice Justice er ein af uppáhaldshljómsveitum mínum og þarsem þeir eru ekki mikið þekktir,
ætla ég gera stutta grein um þá…

Justice er nýleg electronica/raftónlistar grúppa sem koma frá Frakklandi,
meðlimir hennar heita Gaspard Augé og Xavier de Rosnay og eru þeir oft kallaðir nýju Daft Punk.
Þeir uppgötvuðust árið 2006 þegar þeir gerðu remix eftir Simian með lagið: “We are your friends”.
Það lag var algjör sumarsmellur og fylgdu mörg góð lög eftir það og að lokum plata.
Platan “†” eða “Cross” kom út sumarið 2007 sem inniheldur smelli eins og Waters of Nazareth,
D.A.N.C.E. og Genisis svo að eitthvað sé nefnt.
Justice fékk þrenn verðlaun fyrir þá plötu meðal annars besta electronica platan það ár.
Einnig vann myndbandið sem fylgdi laginu D.A.N.C.E. verðlaun fyrir besta myndbandið,
myndbandið fyrir D.A.N.C.E. og We are your friends.

Ef þú fýlar Daft Punk og/eða raftónlist mæli ég með að þú prófir að hlusta á Justice.
Uppáhaldslögin mín eftir þá eru Genisis, Phantom og D.A.N.C.E.

Ég þakka fyrir mig og vonandi var þessi grein hjálpleg…
Bigg E