Kenny Larkin Eftir að Akarn sendi hér inn góða grein um Tvo Lone Swordsmen ákvað ég að setjast niður og skrifa eitthvað um Techno tónlistarmanninn og snillinginn frá Detroit Kenny Larkin. En hann flokkast í sama flokk og t.d. Carl Craig þegar rætt er um uppruna hans en hann er einn af new school Detroit tónlistarmönnunum, þ.e.a.s. að Kenny Larkin var ekki byrjaður að gefa út á fullu fyrir lok 9. áratugarins eins og nokkrir aðrir tónlistarmenn frá Detroit þar sem hann var fastu í hernum. Stíll hans sem tónlistarmaður hefur ávallt verið “ögn” öðruvísi en hjá öðrum Techno tónlistarmönnum en tónlist hans hefur verið í gegnum tíðina verið undir miklum áhrifum frá House tónlist í bland við minimal og náttúrulega Detroit sándinu en samt með alltaf Larkin sándinu góða. Kenny Larkin gaf út 2 fyrstu smáskífurnar sínar á Plus 8 labeli Richie Hawtin og John Acquaviva í upphafi síðasta áratugar en þær hétu We shall overcome og Interigation, en eftir gaf hann út efni á Labelum eins og Buzz, Warp og R& S. Kappinn hefur einnig gefið út undir fullt af nöfnum og ber þar hæst að nefna Yennek og Dark Comedy en eitt stærsta lag hans undir því nafni heitir War of the worlds og kom það út 1992 á Transmat labelinu gamla. Einnig gaf hann út breiðskífu undir Dark Comedy nafninu og hét hún Seven Days en hún kom út 1997 en á henni er einnig lag sem heitir The Bar sem er eitthvað alharðasta og um leið eitt besta lag sem hann hefur gert. Svo minnir mig að fyrir 4-5 árum síðan hafi hann annað hvort verið skotinn eða orðið fyrir hnífstungu en hann slaðaðist ekki lífshættulega.

Lög sem verðugt er að kíkja á með Kenny Larkin:

Soul man
Catatonic (Carl Craig mix)
Catatonic (Stacey Pullen mix)
Q
Tedra

Breiðskífur:

Azimuth
Exhibits (Sem er reyndar meira compilation en LP plata)
Seven Days
Metapho