Sælt veri fólkið.

Nú hefur áhugi á þessum hluta Huga aldrei verið mikill en samt sem áður hefur hann dvínað allsvakalega upp á síðkastið. Ég var því að pæla í að gera einhverjar breytingar og reyna að gera þetta svolítið áhugavert og skemmtilegt.

Mér finnst hins vegar að hlutverk stjórnanda á spjallborðum eiga aðallega að vera að sjá til þess að hlutir gangi upp og allt sé í lagi, þess vegna langar mig að fá ykkur, notendurna til þess að koma með hugmyndir. Hvað finnst ykkur vanta og hvað mætti betur fara?

Ég veit ekki hvort ég geti framkvæmt allar hugmyndirnar en allar þær sem koma hér að alvöru verða teknar alvarlega.

Kveðja,
Fannar Aumingi

Bætt við 8. apríl 2008 - 16:44
Já, ég var að pæla í að setja upp svona mp3 gaur. Þannig að fólk geti sent inn mp3 með pönksveitunum sínum. Væri það töff?
Paradísarborgarplötur