Ok ég ætla að gera tilraun til að gera umræðuefni sem ætti að geta enst að eilífu, þó að öllum sé skítsama. En það varðar ekkert um.

Allaveganna þessi korkur eða þráður eða hvað svosem í andskotanum þetta heitir gengur út á það að þú notandi góður skrifir hvaða pönkplötur þú eignaðist seinast. Og þegar ég segji plötur þá á ég ekki bara við vínylplötur heldur einnig geisladiska og kassettur. Mp3 er ekki tekið með því það er helvítis drasl.

Allaveganna þá voru stórsveitirnar S.T.F. og DEATHMETAL SUPERSQUAD að spila á tónleikum og einhver erlend pönkstjarna mætti og gaf fólki fullt af plötum og svo treidaði Banan Thrash við Gagnaugað (enginn vill kaupa af okkur plötur þannig að við skiptum þeim bara innbyrðis) og ég kom heim með eftirfarandi vínylplötur:

HOLY SHIT! - Jazz Phase 7“
ANTI JUSTICE/CHINESE TELEPHONES - split 7”
BEAR PROOF SUIT - Science is Dead 7“
CONQUEST FOR DEATH - s/t 7” (bara ein gefin í treid við Bthrash þannig að það verður barist um eignarrétt plötunnar)
PROVOKED - Infant in the Womb of Warfare LP
BLOWN TO BITS/DEATHTOLL - split LP
DEZERTER - Ziema Jest Plaska LP (það er pólskur stafur í þessu sem Hugi kunni ekki að meta)
ELBOW DEEP/THREE FOUND DEAD - split LP
BLACK KRONSTRADT - The Free Spirit LP

Ég veit ekki hvernig neitt af þessu hljómar eiginlega því ég á eftir að hlusta á þetta en LP'in eru held ég öll eitthvað crust/grind/power violence gubbuógeð (gubbuógeð er jákvætt í þessu tilfelli).

Fékk líka geislaplötuna Take It, Somebody með sveitinni MODERN MACHINES.

Jæja skrifið eitthvað þarna!! (Þræðirnir mínir eru alltaf svona fimmtán sinnum lengri heldur þræðir annara.)
Paradísarborgarplötur