Ég ætlaði að skrifa plötudóm um einhverja Tragedy plötu en gat ekki valið á milli. Hefði getað skrifað dóm fyrir hverja plötu en til hvrs að senda inn þrjá dóma sem töluðu allir um hversu fullkomið band þetta væri.

Án efa eitt rosalegasta, ef ekki það allra rosalegasta, crust band mannkynssögunnar (valið stendur milli þeirra og His Hero is Gone sem er band ið sem flestir þeirra voru í áður).

Ég hef heyrt að einhverjir hafi orðið óánægðir með seinustu afurðinas, Nerve Damage en mér finnst hún alls ekki síðri en fyrirrennarar hennar.

Eina sem ég hef heyrt með Tragedy sem sparkar ekki upp standardinum í pönki, er splittið með Totalitär. Totalitär standa samt fyrir sínu eins og alltaf þar.

Tilvist internets hefur ekkert gripið athygli Tragedy og því fann ég eiginegla ekkert á netinu til að leyfa fólki að heyra. Fann samt eitthvað live video sem þeir taka lagið No Words sem er af geisladiskaútgáfu plötunnar Vengeance, sem er önnur breiðskífa sveitarinnar.

Vídjóið er hér:
http://youtube.com/watch?v=wCK7L2QY4ho

Geggjað lag en ég veit satt best að segja ekki hvernig þetta vídjó er því ég er ekki með hátalara tengda við tölvuna eins og stendr. Enda las ég að það væri hvort eð er bara töff að hlusta á vínylplötur og kassettur.
Paradísarborgarplötur