Þetta var í viðtali við Vigni Snæ Vigfússon í Írafár
og Írafár er ein besta hljómsveit í heimi að mínu mati
og hér er það sem hann sagði

Næsta vika verður strembin,“Segir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari og lagahöfundur Írafárs,, Við erum að leggja loka hönd á nýju plötuna okkar og síðustu skrefin í stúdíóvinnunni taka alltaf lengri tíma en maður heldur.Við erum reyndar búin að taka upp allan söng en erum að taka upp allan söng en erum að taka upp síðustu gítar- og fiðlutónana.”
Þó Vignir hafi í nógu að snúast í upptökuverinu þá er einnig verið að huga að öðru ,,Við erum líka að skipuleggja tónleikaferð sem við förum um landið fyrir jól. Við leggjum af stað 15.nóvember og heilsum upp á flest alla staði á landinu. Þetta er tónleikaferð til að kynna nýja diskinn en auðvitað tökum við gömul lög í bland við þau nýju.“ Þó Vignir sé í 100% starfi í Írafár gefur hann sér líka til kennslu:,,Ég sé um að eitt valfag upp í Kennaraháskóla en þar er ég að kenna leikskólakennara- og kennaranemum á gítar,” segir Vignir sem hefur greinilega í nógu að snúast því það er ýmislegt sem þarf að huga að við útkomu nýrrar plötu: ,, Við tókum plötuna upp í Orlandó. Þar mótuðust lögin þó við leggjum lokahönd á verkefnið hér. Ferðin út var mjög góð afslöppun. Við leigðum hús í úthverfi Orlandó með sundlaug og öllu fíneríi. Svo komum við heim og tókum upp myndband í sundlauginni í Keflavík og ljómyndir fyrir plötualbúmið,“ segir Vignir. En hvenar má svo búast við nýja geisladisknum: ,,Við klátum diskinn á næstu dögum en hann verður sendur erlendis 20.október til prentunar og fjölföldunar. Áætlað er að diskurinn komi í búðir 10.nóvember. Við fáum svo tveggja vikna frí áður en spilamennskan hefst og þá er eins gott að nota tíman til að hvíla sig og safna orku,” segir Vignir Snær sem hlakkar til verkefnanna framundan