LYGI

Ég reyndi að segja svo margt
En ég fann bara ekki orð
Ég reyndi að segja þér allt
en ég fann bara enginn orð

Stór Lygi, Lítil
Hvort sem er
Mér finnst það skrítið
að ljúga að þér
Því mér líður vel
Í lokaðri skel
En hvernig líður þér?

Í sannleikanum fann ég trú
en það hentar ekki mér
Á sannleikann trúir þú
En hann hentar ekki mér

Stór lygi, lítil…

Ég finn til
Sálin mín hún deyr
Sektarkennd, ég hverf á braut
Stór Lygi, lítil…..
__________________________________

Texti: Vignir Snær Vigfússon
Lag: Vignir Snær Vigfússon