MARCO BAILEY ásamt AJAX, Exos og Hiphop.is á Nasa 3.mars.


Techno.is og Hiphop.is kynna risa dagsskrá föstudaginn 3.mars árið 2006 á skemmtistaðnum Nasa við austurvöll.

Dagskráin er ekki af verri endanum.

Neðri hæð :

(TECHNO.IS)

MARCO BAILEY
AJAX + AGZILLA
DJ EXOS

Efri hæð :

(HIPHOP.IS)

DJ HERMIGERVILL
DJ DANNI DELUXE
DJ PARANOYA
DJ MEZZO



Marco Bailey er einn umfangsmesti technotónlistarmaður frá upphafi en hann á að baki
fleiri en 50 smáskífur, 8 breiðskífur ásamt því að hafa mixað 10 geisladiska og gert 40 endurhlóðblandanir.
Hann hefur spilað út um allan heim og er orðinn stærsta númerið á I LOVE TECHNO hátiðinni en síðast þurfti að loka fyrir salinn sem hann spilaði í fyrir mannþrenngslum.
Marco Bailey mun koma til Íslands og spila á nasa 3 mars. Marco er þekktur fyrir þétta techno keyrslu en hann spiar einnig mildari tóna og eiga íslendingar von á góðu kvöldi 3 mars.

Exos mun sjá um að hita upp fyrir Marco Baley og að koma fólkinu í gírinn en hann er búinn að vera iðinn við að halda raftónleika og techno kvöld í Reykjavik undanfarin misseri og sér um techno.is útvarpsþættina á flass fm 104,5 öll fimmstudagskvöld.


AJAX mun spila oldschool classics ásamt Marco Bailey og Exos en þeir byrja kvöldið.
Þórhallur og Sigurbjörn sem skipuðu Rave sveitina AJAX munu koma saman og bregða á leik þann 3.mars og gera allt vitlaust á Nasa.
Kapparnir í AJAX ætla spila sín uppáhaldslög frá Icerave tímabilinu 1992 og rifja upp gammla hardcorið eins og það gerðist best.
Ásamt Ajax bræðrum mun sérstakur gestur, Aggi Agzilla, stíga á stokk en hann var einn af umsjónarmönnum B-hliðarinnar sem var á dagskrá á útvarpstöðinni útrás 1990-1992.
Útvarpsþátturinn B - hliðin ól upp oldschool hardcore menninguna á þessum tíma og stóð fyrir mörgum Rave uppákomum, hélt uppi neðanjarðar plötubúð og fékk plötsnúða í þáttinn á borð við Magga lego, spasm og Goldie.



Hiphop plötsnúðarnir Hermigervill, Danni Deluxe, Dj Mezzo og Dj Paranoya gera allt vitlaust á efri hæð skemmtistaðarins Nasa við Austurvöll föstudaginn 3. mars.
Danni Deluxe er með útvarpsþáttinn blautt malbik ásamt Dóra DNA og Dj Paranoya er þekktur fyrir að vera einn færasti hiphop plötusnúður íslands.
Hermigervill er að verða einn vinsælasti raftónlistarmaður Reykjavíkur en hann ætlar að spila hreinræktað hiphop á nasa þetta kvöldið. Dj Mezzo er einn af stofnendum hihop.is og er einn af hæfileikaríkustu hiphop pródúserum Íslands og ættu allir að þekkja lagið hanns ,skýjum ofar.


Meira um Marco Bailey.

Marco Bailey byrjaði að þeyta skífum 18 ára gamall. Þrátt fyrir það hefur hann öðlast ótrúlega færni sem plötusnúður og tónlistarmaður en hann hefur spilað út um allan heim og á að baki gríðarlegt magn af útgáfum og endurhljóðblöndunum. Í fyrstu laðaðist hann af new wave, hiphop tónlist og funk.
Seinna meir fór Marco að kynnast house tónlistinni betur og stækkaði um sig sem plötusnúður og fór að spila á stærri klúbbum í sínu heimalandi Belgíu.
Þar er kappinn orðinn þjóðhetja og trónir á toppnum í danstónlistarheiminum ásamt því að vera einn eftirsóttasti techno plötusnúður og tónlistarmaður heimsinns í dag.
Hann er alltaf eitt af stæsrtu nöfnum umfangsmestu technohátíðanna sem haldnar eru eins og Nature one, Loveparade, I love techno, Awakenings, Mayday, Timewarp og á klúbbum eins og Liquid Room, The End, Tresor, Fuse og Orbit.
Ferill Marco Bailey jókst til mikilla muna árið 2000 þegar Carl Cox fékk hann í lið með sér á sína eigin plötuútgáfu Intec records. Síðan þá hefur Marco verið iðinn við útgáfur og á að baki fleiri en 50 smáskífur, 8 breiðskífur ásamt því að hafa mixað 10 geisladiska og gert 40 endurhlóðblandanir.
Marco stofnaði nokkur útgáfufyrirtæki en fremmst af þeim er MB Elektronics og hefur hann gefið út kappa eins og Adam Beyer, David Carreta, Claude Young, Umek, Mark Broom, Ben Sims,Tim Baker, Oxia, Tom Hades og Redhead.
Marco Bailey er mikið spilaður af plösnúðum eins og Carl Cox, Chris Liebing, Jeff Mills og Sven Vath og hefur haft mikið að gera við að ferðast út um allan heim til að kynna kraftmikkla strauma technotónlistarinnar heimsálfanna á milli.
Marco Bailey er einn af þeim fjölbreittustu í senunni.
Þú getur heyrt grjóthart techno eftir kappann ásamt því að finna mún mýkri tóna og spilar hann margar stefnur í syrpunum sínum eins og techouse, electrohouse, electroclass og house.