The Magic Numbers - Töfrapopp The Magic Numbers er frábær popp/rokksveit frá London sem að samanstendur af tveim systkinapörum. Romeo Stodart, sem að er aðallagahöfundur, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar ólst upp á Trinídad ásamt systur sinni Michele. Þau fluttu síðan til London þegar þau fóru að nálgast tvítugsaldur og Romeo kynntist trommaranum Sean Gannon og þeir fóru saman að semja og spila tónlist. Síðan fengu þeir Michele til liðs við sig á bassa, hljómborð, slagverk auk þess sem að hún syngur með bróður sínum og einnig gekk litla systir Sean, Angela til liðs við þau og spilar hún á slagverk auk þess að syngja bakraddir.

Árið 2004 fengu þau plötusamning hjá Heavenly Recordings og tóku upp plötuna 'The Magic Numbers' í byrjun þessa árs. Hún var gefin út á vormánuðum og hefur fengið góða dóma út um allt.

Platan inniheldur 13 lög sem eru öll mjög góð og renna auðveldlega í gegn. Söngurinn hjá Romeo, Michele og Angelu er alveg einstakur. Efast um að ég hafi heyrt í jafn hæfileikaríkum poppsöngvara og Romeo lengi.

Lögin


1. Mornings Eleven - 5:34

Þetta lag er mjög hressilegt og skemmtilegt eins og fyrri hlutinn á plötunni er. Ótrúlega fallegur söngur á rólegu köflunum.

****+/*****

2. Forever Lost - 4:11

Útvarpsvænasta lag plötunnar og er búið að óma frekar oft á Rás 2 og Bylgjunni undanfarið og enn oftar í iPodinum mínum. Stórskemmtilegt lag sem að maður fær auðveldlega á heilann.

****+/*****

3. The Mule - 5:11

Frábært lag, frekar rólegt og söngurinn í því er bara fullkominn. Fjallar um ástina, eins og mörg lögin sem að hann Romeo semur. Klárlega frábært lag.

****+/*****

4. Long Legs - 3:22

Vel hresst lag sem að kemur manni alltaf í mikið stuð. Flottur gítarleikur með svona líka nettum country áhrifum í þessu.

****/*****

5. Love Me Like You - 4:51

Mitt uppáhaldslag á þessum disk, hresst og skemmtilegt með ótrúlega grípandi viðlagi sem að sönglar endalaust í hausnum á mér.

*****/*****

6. Which Way To Happy - 4:27

Rólegt lag, mjög fallegt og vel sungið. Gítarleikurinn alveg brilljant eins og Vala Matt myndi orða það.

****/*****

7. I See You, You See Me - 6:00

Þetta lag er yndislega fallegt. Rólegt og vel sungið. Mér finnst textinn mjög flottur líka og auðvitað fjallar hann um ástina, hvað annað?

****+/*****

8. Don't Give Up The Fight - 2:59

Gott lag, voða lítið annað að segja um það. Vel sungið, röddin klikkar ekki í þessum manni. Bassinn líka plokkaður af mikilli kunnáttu þarna.

***+/*****

9. This Love -
5:40

Rólegt lag, fallegur fiðluleikur hjá Angelu og söngurinn ótrúlegur hjá Romeo og Michele. Örugglega eitt af fallegri lögum sem ég hef heyrt. Á seinni partinu kemur hraðari kafli þar sem að röddin í Michele heyrist vera ónáttúrulega skær og björt. Magnað lag.

****+/*****

10. Wheels on Fire -
4:03

Rólegt lag, vel spilað, vel sungið og í heildina bara gott lag.

***+/*****

11. Love's A Game - 4:48

Eitt af bestu lögum plötunnar, yndislega melódískt, vel sungið, frábærlega spilað og flottur textinn líka.

****+/*****

12. Try - 4:46

Þetta er eina lagið á plötunni sem að mér þykir ekkert sérstakt. Rólegt, vel sungið að sjálfssögðu en frekar flatt og leiðinlegt. Textinn er samt fallegur.

***/*****

13. Hymn For Her - 6:15

Þetta lag er frábær endir á þessari plötu, gítarleikurinn er ótrúlega fallegur og söngurinn fullkominn. Textinn flottur líka. Magnað lag sem að þægilegt er að hlusta á.

*****/*****

—–

Að mínu mati er þetta besti diskur sem ég hef heyrt á þessu ári. Mæli með að allir skelli sér á hann við tækifæri, hann er einn af fáum diskum sem að ég hef verið sáttur við að spreða 2000 kalli í á ævinni.


PS. Hljómsveitarmeðlimir verða seint sakaðir um að vera fallegir.