…Eða betur þekktur sem Bono Vox fæddist 10 Maí árið 1960. Hann er 1,73 metrar á hæð. Faðir hans hét Robert Hewson og móðir hans hét Íris Hewson. Móðir hans, Íris, dó úr heilablæðingu eftir að hún fékk hjartaáfall í jarðaför föður hans. Faðir hans, Robert, dó úr krabbameini 21 ágúst 2001 árið 1974, þegar Bono var aðeins 14 ára. Hann á einn eldri bróður sem heitir Norman Hewson. Hann fæddist á Rotunda spítalanum í Dublin á Írlandi og ólst upp í Ballymun, Dublin, Írlandi. Bob og Íris giftust 6 Ágúst 1950 en Bob var kaþólikki en Íris lúthers-trúar svo þetta var óvenjulegt hjónaband. Bræðurnir Bono og Norman voru aldir upp við lúthers-trú. Núna á hann heima í Killiney, Dublin, Írlandi með Konunni sinni, Aliston Hewson, sem fæddist 23 mars 1961, 2 dætrum sínum, Jordan Hewson og Memphis Eve Hewson og 2 sonum sínum, Elijah Bob Patricious Guggie Q Hewson og John Abraham Hewson. Bono giftist Aliston Stewart/Hewson 21 Ágúst 1981. Bono líkaði fyrri skólinn sinn ekki svo mikið svo að hann fór í annan skóla sem hét Mount Temple High School þar sem hann var einn af “flottu” krökkunum, alltaf með vandræði í tíma. Hann féll inn í hóp sem kallaðist “The Lypton Village”. The Lypton Village fannst ekki að nöfn ættu að vera gefin við fæðingu, því þau gætu ekki passað við það sem þú ert. Það var þar sem nafnið Bono Vox festist við hann. Fyrst hét hann Steinhegvanhuysenolegbangbangbangbang en það varð fljótlega Bono Vox, sem þýðir “fullkomin rödd” á latínu. Það var ekki út af söngnum sem The Lypton Village fannst þetta nafn passa við hann, því að Bono gat ekki haldið neinum tóni á sviði þarna, heldur út af því að hann þagði aldrei. Bono hitti Alison Stewart í þessum skóla og líkaði við hana strax og hann sá hana en hún leit bara á hann sem vin. Það breyttist þegar mamma Bono dó þegar hann var 14 ára því þá kom Alison honum eiginlega í móðurstað því hún sá um að hann át, sofði og fór í skólann. Það var í skólanum þar sem hljómsveitin U2 þróaðist fyrst með þeim Paul David Hewson(Bono), Larry Mullen, Adam Clayton og David Evans(The Edge). Þegar bandið var að byrja söng Bono, spilaði á gítar og samdi lögin fyrir hljómsveitina en þegar The Edge varð betri á gítar var Bono aðeins látinn syngja. U2 senda sinn fyrsta geisladisk í búðir í 17. október 1980 og síðan þá hafa þeir gert 15 geisladiska og heitir sá nýjasti U2 – The best of 1990-2000 og kom út 4. nóvember 2002 og er safnplata. Bono, ásamnt U2 hafa verið með marga tónleika um allan heiminn og eru með frægustu hljómsveitum í heiminum. Bono fékk nýlega 1999 MTV Free Your Mind verlaunin fyrir hjálparvinnu hans, sérstaklega fyrir Jebilee 200 herferðina. Eftir Elevation tourinn hefur Bono verið virkur í herferð í Afríku sem heitir DATA (Debt, AIDS and Trade in Africa) og hefur farið til Ghana, Suður Afríku, Uganda and Eþópíu ásamt fjármálaráðherra Bandaríkjanna Paul O'Neill og með hjálp nokkurra heimsleiðtoga og fjármálahjálp frá the Bill and Melinda Gates Foundation. Bono hefur líka verið mjög mikið inní Netaid og Warchild. Þetta eru nýjustu atburðirnir í risastórri hjálparstarfs-atburðarás sem Bono hefur séð um. Það hafa verið ágrenningar hjá hljómsveitinni um það hvað Bono gerir á sviði, eins og þegar hann talar um pólitík við áhorfendur. The Edge er mjög óánægður með það að Bono sé að halda fyrirlestra fyrir áhorfendurna á sviði. Honum finnst það vera tími fyrir pólitík en sá tími sé ekki á sviðinu. Bono hafði líka oft klifrað á sviðinu en það hætti þegar hljómsveitin setti hann í bann frá því eftir að hann datt á tónleikum árið 1987 og fór úr axlarlið. Hljómsveitin setti hann líka í kaffi-bann því að hann gat orðið mjög stjórnlaus. Bono (ásamnt Paul McGuinnes) var handtekinn tvisvar árið 1987. Í fyrra skiptið fyrir að spila án leifis í “Where The Streets Have No Name” myndbandinu og seinna skiptið fyrir að spreyja “Rock and Roll” á styttu í San Francisco. Reyndar var búið að spreyja það en þegar Bono kláraði það stóð “Rock and Roll stops the traffic!” á því. Honum var skipað að borga fyrir þrifin á styttunni og svo seinna var fallið frá málinu.

Þetta er nú bara skólaverkefni sem ég gerði í skólanum svo þetta er líklega ekkert fullkomið en þetta er allavega alveg ágætis saga um söngvara í einni af bestu popphljómsveitar í heiminum, U2(líklega bestu því að ég hata allt popp nema U2)

Takk Fyrir Mig!
It's like having your cake…