Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

zorglubb
zorglubb Notandi frá fornöld Karlmaður
4.002 stig
Áhugamál: Kettir, Ljóð, Danstónlist
—–

Harris og Rommel (0 álit)

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mikil djöfull er mikill svipur með þeim! Ef Kvikmynd um ævi Rommel kemst á koppinn á er Harris fínn í hlutverkið.

Ást og dauði (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Tek hendi mér litla rós dreg úr líf og anda að mér unaðsangan og fegurð hennar sem liggur svo brotthætt í örmum mér. Flæðir fljótt um æðar mínar orka mín og hennar ást mín og eilífð skal umvefja og verja. Faðma að mér þyrnana stinga svo létt um mínar varir kyssi sýg og seð þrár mínar og þorsta. Lít upp frá draumi mínum horfi á hönd mína skorpið blóð hennar rennur milli fingranna skorpin blöð hennar falla í nöprum vindinum eins og brunnir englar.

Þyngsli (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Klyfjaður er ég sem asni, asnalegur drattast áfram eins og legurnar sem renna í hjólum huga míns hring eftir hring, fer hugsun ein sem endurtekur sig í sífellu, og hvergi finnur endastöð sem eins og sjóndeildarhringurinn er aldrei innan seilingar.

Aletek (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Segja skal nú sögu um strák í baunaveldi býr lærir af orku ekkert hálfkák er stráksa hugur skýr.

Sólarupprás kl. rúmlega níu (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Góðann daginn gott fólk, :) Ákvað að henda fram einu litlu ljóði tileinkuðu dagsrisunni. Eitt lítið tóm og myrkrið svo mjúkt áður en nótt dagar uppi og skýin hátt og snjallt tilkynna komu sólar. Eftir rauðum dregli er lagður er á snjóföl gengur svo sólin með hirð sinni niður heiðina og heilsar hneigjandi húsum.

Nýja síðan mín (3 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Daginn, ég var að breyta síðunni minni,,, endilega skoðið og segið mér hvað ykkur finnst. :) <a href="http://blacksun.vortex.is/index.html"> Zorglúbb</a> ef þessi linkur hjá mér virkar ekki = http://blacksun.vortex.is Glúbbi.

Ný síða (1 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Daginn, var að koma nýju útliti í gagnið, langar að vita hvað ykkur finnst og hvort þið takið eftir dauðum hlekkjum eða öðru :) <a href="http://blacksun.vortex.is/index.html"> Linkur</a> ef þessi linkur hjá mér virkar ekki = http://blacksun.vortex.is Glúbbi.

Góða nótt (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Góða nótt og gef þér gullin mín og gersemar af orðum mínum yrki til þín ó þig ég þrái. Sofðu rótt stúlka ég sit þér hjá siglir draumana sæl svo lítið bros læðist um varir þínar.

Hvernig standa mál í dag og eftir 3 ár? (15 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ahemm, jæja, ég ákvað að grýta inn einni grein til að verða ekki einn af aðgerðarlausu kjánunum :) Eins og er þá vinn ég aðeins í grafík mér til dundurs og er ekki lærður að öðru leyti en því að ég lærði 3d grafík hjá Nýja Tölvu og Viðskiptaskólanum einn vetur. Fyrir tveimur árum sótti í um í Myndlista og handíðaskóla Íslands sem þá hét og komst inn. Ég ákvað þó að nema ekki í það skiptið þar sem fjármál leyfðu það ekki. Í fyrra sótti ég aftur um og var hafnað, sem var aðallega vegna þess að...

Skýjum Ofar, blessuð sé minning hans (37 álit)

í Raftónlist fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég man þá nú haustdaga árið 1996 þegar ég stillti útvarpið mitt á gamla Xið eitt kvöldið og fann sundurrifinn bassa nærri sprengja í mér hljóðhimnurnar. Mér krossbrá og ég hlustaði áfram spenntur. Hvaða þáttur var þetta eiginlega? Þessi tónlist var mér nú ekki ókunnug en aldrei hafði ég heyrt svona grjótharða raftóna sigla á bylgjum útvarpsins. Eftir langt og feitt lag hóf frekar hás náungi að kynna lagið, Dillinja var artistinn, fílaði hann strax. Addi var hási gaurinn og einhver annar með...

Lítið tré (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Litla tré teygir sig í átt til himna teygir sig til ættingja sinna sem finnast einhverstaðar í fjarska. Litla tré lifir eitt í hellulagri eyðimörkinni lifir eitt í bikaðri eymdinni teygir fingur sína í átt að sól. Litla tré fellir gul laufin sín, grætur syrgir rígfastar visnar rætur sem læsa tréð niður og svæfa. Litla tré vex og dafnar í sínum draumum burt það flýr frá sínum raunum liggja burt til skógar lítil spor.

Staðnað áhugamál (12 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Seinasta grein var póstuð 20 nóvember, myndir eru uppfærðar öööörsjaldan og tilraunastofan ekkert að uppfærast neitt… Hvað er í gangi? Eru menn svo önnum kafnir í að væla kreppuna og verkleysi að þeir hafa engan áhuga á þessu, eða eru líta kannski flestir hérna á þetta sem kvöð og vinnu frekar en áhugamál? Ég er að bulla margt út í loftið núna en ég lýg því ekki að þetta áhugamál er frosið. -glúbbi :)

Andvökuvísur (7 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Básúnar úti þessi bíll brunar framhjá hávær úti þessi skríll partý rétt hjá Rokið rúðuna slær andvaka ég og stúrinn auminginn þessi ekki fær að ná sér í stuttan lúrinn — Hvernig á ég að sofa? því skal ég lofa sjálfum mér og sver ef hann ekki fer blessaði breimandi kattarfjandi málandi húsvegginn í hlandi farðu frá fjandans glugganum ellar endarðu með skó minn í óæðri endanum! kveðja, glúbbi.. =o)

Í myrkri ísgjá (7 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Visnar vitund mín svo fýkur með vindinum og hélar á gluggum sálar sjón mín og hverfur í ísinn visnar. Kulnar í hvítu helvíti hrímar hörund mitt brennir frostið burt burt og líf mitt sem deyjandi logi kulnar.

Endir (8 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Lá eitthvað á bak við? Beið einhver hinum megin til að taka á móti honum? Hann var auðvitað ekkert viss, en mátti alveg geta sér til og spekúlera. Kannski var ekkert, kannski eitthvað. Hann dæsti og leit upp í loft. Dauft ljósið frá ljósaperunni rétt lýsti upp heiminn í kringum sig. Klukkan var sjálfsagt orðin, ja, hvað var hún orðin? Tímaskyn hans var orðið þvælt og ruglað, og sífellt myrkrið úti gaf engar vísbendingar um gang dagsins. Það var alltaf myrkur úti. Hann hafði ekki séð sól í...

Fyllum í götin (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Vit mitt sál og veit ég sjálfan mig allt og ekkert og læri. Í hug minn raða og ræði við samvisku sem svíkur mig. Reiði mín hingað gleðina þangað ég set, og fylli í götin með spurningum.

Lögreglan í Hafnarfirði full af geðsjúklingum? (35 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég vona að fólk fyrirgefi copy/paste ruglið á mér í þetta eina skipti en ég tók þetta af visir.is og er þetta ný frétt.. — Hafnfirsk móðir kærir lögreglu fyrir árás 22 ára hafnfirsk, móðir búsett á Víðivangi, hyggst kæra lögregluna í Hafnarfirði fyrir líkamsárás. Hún var handtekin á laugardaginn eftir að hafa hringt í lögregluna um klukkan 23 til að kvarta vegna hávaða frá flugeldum en dóttir hennar, sem er eins árs, gat ekki sofið vegna látanna. Lögreglan vill ekkert tjá sig um málið. Konan...

Dagur í lífi vetrar (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Dagur rís Sólin bergmálar af bráðnandi speglum íss er liggja aðframkomnir á dauðfrystri jörðinni. Speglast í veggjum húsanna fótatak mitt stíg létt á kristallanna undir fótum mínum. Hægt þú birtist svo lasburða sól svalar þér í dögginni er bráðnar þér til heiðurs. Geislarnir hjálpa þér á fætur rétt áður en þeir bregða á leik milli fjallanna. Gægjast feimnislega yfir húsþökin verma veggi og við vöknum mannfólkið eitt á eftir öðru, og dagur rís.

Hverfur (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Maður getur nú stundum farið öfganna á milli í tilfinningalitrófinu og reynir að halda frá brúninni. Það tekst nú alltaf. Sjálfshjálpin felst stundum í því að koma tilfinninum sínum á blað, hleypa djöflunum út og drepa þá. Ég fer ekkert yfir þetta ljóð Nístir svo kalt og kremur mitt líf stálið sem veröldin miskunnlaus bugast og beinin mér brotna sál mín svo hverfur í saurgaðan sortann teygi upp hendi hrópa á hjálp en ósynd orð mín í haf haturs þau hverfa drukkna er andans blástur úr mér...

Artwork nr. 54: DentalImage (1 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Þokkalega spúki mynd, minnir mikið á bylgjuna sem gekk yfir tónlistarmyndbandagerðina fyrir ekki svo löngu (marilyn manson, david bowie myndbönd og fleiri)

Árið kva(l)tt (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Rigning fellur og skellur telur í árið fyrir bí Þýtur burt rykið þjáningin vitið glas í og glamrar hátt og hvellt hverfur burt kvöldið svo kvalið er bras og brölt um bæ og borg hverfur burt árið svo hart klætt nýtt kemur svo slétt og fellt Rennur inn heilsar mér hæ hratt það líður svo ljúft og lofar öllu fögru -þessi prósi er hrein steypa en fagurmótuð vonandi :)

Minning (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hjúfra að mér hvítum breiðum rósa veðrið svo ljúft og lokkandi hér inni er gott svo gott að vera. Hjúfra mig saman í heimi mínum ver mig gegn vá og vonsku lít upp að raunveruleikanum andlit móður minnar frosin tárin kristallast þau rífast enn, hvenær hætta þau? hvenær?

Draumasaga (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Veðrið var svo rósrautt og seiðandi úti ég var sofandi fljótandi inní æðakerfi svefnsins horfandi á rauðu draumkornin sveimandi í kringum mig rétt áður en ég greip eitt þeirra og gæddi mér á. Mér leið svo eins og ég læsi bók sem hafði bara eina blaðsíðu en þessi blaðsíða náði út fyrir sjóndeildarhring og var full af litríkum stöfum er léku sér á blaðsíðunni áhyggjulausir. Ég las um nokkur ævintýr og gnægð sagna sem voru kannski sannsögulegar og sagaðar í rétt mynstur virtust smellpassa í öll...

Samtal við Guð (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Vertu sæll Guð hví leggurðu á þig þetta puð? að skapa misvitra menn sem eyða munu jörðinni senn sem sakleysinu tapa samt ertu þetta að skapa? svona sé ég heiminn í dag þetta er víst þitt fag en gætirðu gert betur? sjáum nú hvað setur. eitt reyndar ég ekki skil ertu í raun og veru til?

Án titils (nafn óskast) (10 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Bergmálar í sporum mínum er drukkna í mannhafi Rölti meðfram glerilögðum veggjum skoða andlit sem líða eins og álfar eftir spegilmyndinni Sem læstar hirslur innihalda gimsteina og gull opna ég og les hugsanir þeirra sem líða hjá Horfi í augu steyptrar stúlku plastaugun píra á móti og vel snyrt bros birtist gegnum grímuna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok