Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

xark
xark Notandi frá fornöld Karlmaður
750 stig

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Kannski aðeins of seint til að ná þessari grein en allavega: Það eru komnar upplýsingar frá innra eftirliti bresku lögreglunnar sem var lekið í fjölmiðla og nú má án nokkurs vafa kalla þetta hreint morð án nokkurrar ástæðu, auk þess sem lögreglan reyndi að komast hjá vandræðum með því að fara að kenna manninum um dauða sinn og koma með bull skýringar(eins og að hann hafi verið í þykkri úlpu og að hann hafi hlaupið undan lögreglunni). Jæja nú hljóta einhverjir hausar í löggunni í London að fjúka..

Re: Jón og félagar stálu frá sjálfum sér

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jón Ásgeir var í kastljósinu í kvöld og kom hann mjög vel útúr þessu. En það er ekki hægt að segja það sama um DO, JSG og Harald ríkislögreglustjóra. Þá er bara að bíða dóms. JÁ sagðist reyndar treysta frekar héraðsdómi en Hæstarétti (vegna veru JSG þar) en sýnist nú að hann þurfi varla að óttast mikið.

Re: Jón og félagar stálu frá sjálfum sér

í Deiglan fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta mál virðist nú vera einn stormur í vatnsglasi enda bendir allt til þess að pólitískar ástæður séu upphaf þessarar rannsóknar (aka Hafskipamálið) og því býst ég nú við fáum sakfellingum. “Vona þó að Baugur bíði ekki of mikils skaða” Þeir hafa þegar beðið töluverðan (marga milljarða) vegna þess máls, enda ætla þeir í skaðabótamál vegna þess. Þar að auki er þessi rannsókn búin að kosta hundruð milljóna og niðurstaðan ekki merkileg, svekkjandi..

Re: hlutabréf !

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum, 9 mánuðum
uppgjörið var ekki bara ómerkilegt eins og búist var við, heldur einfaldlega lélegt og slæmt fyrir hluthafa ! Spurning um að henda Westman út ?

Re: Tollurinn sýgur

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þar eru menn samt heldur ekki alls staðar jafn stressaðir..

Re: Hryðjuverkamenn og Hermenn

í Stjórnmál fyrir 18 árum, 9 mánuðum
“Ef þú heldur að það sé í lagi að sprengja strætisvagn í stærstu borg heims í loft upp og drepa fólk á ódýrari, þá ertu ekki alveg heilbrigður á geðsmunum.” Sá ekki að hann sagði að það væri í lagi en hver er munirnn á því og að sprengja strætó með dýru flugskeyti? Verður fólk mismunandi dautt? Og svo er það nú lítið annað en fyndið að það sé líklegt að hér verði gerð sprengjuárás lol

Re: Tollurinn sýgur

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
stressleysi !? Það nær nú varla lengra en að bæjarmörkunum. Umferðin anyone :O

Re: Landsbankakortin

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
já, þessar reglur eru hlægilegar, sem og reyndar þetta sálfræðitrikk bankans. Nú geta eignir bankans þóst vera þeir sjálfir með því að skella mynd af sér á kreditkortið :P

Re: Fyndnustu setningar

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
úr Predator: “I aint got time to bleed” Arnold Schwarzenegger í Batman og Robin: “Your not sending me to the cooler”

Re: Deilir

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
er virkilega enginn íslenskur hub með fleiri en 300 manns?

Re: Topp 10 dýrar vörur eða þjónusta á Íslandi...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Bankarnir eru nú farnir að lána aðeins fyrir brunabótamati, sem er komið langt aftur úr markaðsverði. Það ætti að segja sitt: Bankarnir eru skíthræddir við lækkun. og já. Fyrir ekki svo löngu síðan hélt ISB því fram að hækkanir yrðu út allt árið og mælti með kaupum og svo var það nánast dregið til baka :D

Re: Topp 10 dýrar vörur eða þjónusta á Íslandi...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ef þessar vörur eru dýrar í dag, hvernig verður það þá þegar krónan tekur að lækka/falla á næstu misserum. Það er ekki endalaust hægt að halda úti tröllslegum viðskiptahalla, álframkvæmdum og fasteignabólu (þar sem bankarnir taka hundruði milljarða að láni erlendis frá sem hækka gengið og koma peningunum út á hækkandi fasteignaverð).

Re: Topp 10 dýrar vörur eða þjónusta á Íslandi...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“Ísland hefur efni áþví. Bankarnir hafa efni á því.” lol, bankarnir hafa hag af því. Og hver er tilgangurinn í því að borga auka 10 milljónir fyrir hús, bara af því að bankarnir vilja sínast stórir í útlöndum? ISB segir líklegt að raunverð muni lækka á næstu árum. Þar sem bankarnir eru jú mestu hagsmunaaðilarnir er þetta án efa understatement enda er ekki neitt á bakvið þessar hækkanir hér frekar en annars staðar á vesturlöndum.

Re: Topp 10 dýrar vörur eða þjónusta á Íslandi...

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“og í öðru lagi er fasteignar verð hér á íslandi lægra en t.d. á hinum norðurlöndunum…” Ef þú ert að vitna í þessa frétt KB banka að þá er sú frétt hlægilegt bull og er bara til þess að tala upp verðið hér á landi. Fasteignaverð er fáránlega hátt í Rvk-svæðinu og ekki á nokkurn hátt sambærilegt við aðrar höfuðborgir á norðurlöndunum.

Re: Hvor er nær?

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
eða s.s. Venus er 107 Milljón km frá sólu, jörðin er 150 milljón km frá sólu og mars er 229 milljón km frá sólu. Munurinn á venus og jörðinni er 43 milljón km en það munar 79 milljón km á mars og jörðinni.

Re: Hvor er nær?

í Geimvísindi fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Venus er mun nær.

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það yrði nú aldrei gert.. ekki hafa Pakistanar að vera sprengja fólk sem því líkar ekki :) Íranskir dómstólar fara eftir (eða telja sig fara eftir) kóraninum og dæma því samkynhneigt fólk til dauða, sem þeir hafa gert síðan eftir byltinguna og ef þeir ætluðu að drepa stóran hóp myndu þeir nú örugglega gera það á hljóðlátari hátt en með kjarnorkusprengju :P Síðan bendir ekkert til þess að íran ætli sér að ógna öðrum löndum og varðandi stjórnarfar þeirra þá tel ég það nú öruggt að íranir nái...

Re: Gay pride ?

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
“ Annars má hann deyja einn af sjálfsfróun.” Er það ekki ónáttúrulegt? Það verða engin börn til af því :D Getur sá sem ekki vill halda sig með konunni ekki valið þá bara annað ónáttúrlegt í staðinn? :D Og hvað er ónáttúrulegt? Vitað er að mörg dýr gerist samkynhneigð þannig að þetta dettur um sjálft sig.

Re: Donald Trump

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum, 10 mánuðum
eignir hans ku vera metnar á 2,5 milljarða $ og hann er meir að segja með heimasíðu: http://www.trumponline.com/

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Skil Írani svosem ágætlega, að þeir muni reyna að útvega sér kjarnavopn í ljósi núverandi aðstæðna. Þeir hafa horft upp á nágrannaríki sitt lagt í rúst af erlendu innrásarliði þar sem kengbilað PNAC-lið og “kristnir” öfgatrúarmenn ráða. Íranir vilja auðvitað, ásamt flestum öðrum, koma í veg fyrir að þetta lið stigi fæti í þeirra landi með tilheyrandi afleiðingum og því liggur beinast við að mynda fælingarmátt. Ekki að BNA eigi einhvern séns, orðnir uppiskroppa með menn og eru að plana...

Re: Sorgarstund!

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er svekkjandi að nú er hvannadalshnjúkur einum metra lægri en hæsta fjall Svíðþjóðar :( En skemmtileg tilviljun að Halldór tilkynnti lækkunina, hann ætti að vera orðin vanur eftir stöðuga lækkun á fylgi flokksins síns :D

Re: Frjálshyggjufélagið um sölu Símans

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Hef nú samt meiri áhyggjur af framsókn, eru líklegir til þess að pota fram einhverjum jarðgöngum fyrir sveitungana sína. En varðandi spítalann að þá er reyndar ein góð hugmynd sem ég hef lesið um og það er að sameina spítalana á einum í stað á Vífilstöðum, þar sem góð tenging næst í allar áttir og er nær miðjunni á höfuðb. svæðinu. Þá verður hægt að selja hinar spítalaslóðirnar/húsin, og svo er sparnaður af því að hafa þetta á einum stað. Síðan er þaðan talsvert styttra til Keflavíkur þannig...

Re: Að halda völdum

í Deiglan fyrir 18 árum, 10 mánuðum
góð grein og farið hefur fé betra. Gæti hugsanlega verið að aðgerðir Bandaríkjahers í Írak og Afghanistan hafi ekkert með lýðræði og umbætur að gera, heldur séu þær ósköp hversdagsleg hagsmunagæsla? Mikið rétt og það hefur legið fyrir allan tímann. Blair lýsti Fahd sem “miklum vin Bretlands” , “manni hugsjóna” og “að bæði löndin hefðu grætt mikið á honum.” Hrænsi blairs er gríðarleg og augljós.

Re: Hversu aktífir eru hugarar í íþróttum ?

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
ekki neitt þannig séð. Kíki einstaka sinnum í tækjasal og hef örlítið hlaupið.. er búinn að vera í allt sumar á leiðinni að byrja almennilega :)

Re: Bush vill Intelligent Design inn í skóla

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er mikil afturför og slæmar fréttir að verið sé að blanda trú inn í vísindi, og það bara sköpunarsögu bíblíunnar, sem er fegrað með “intelligengt design”, eins og það eigi að kenna eitthvað meira líka :D Þróunarkenningin liggur fyrir og hlægilegt er að reyna að “kenna annan möguleika” sem enginn fótur er fyrir nema saga í biblíunni. Menn geta jú trúað því, en eins og presturinn (held ég að þetta hafi verið) í ísland í dag í kvöld sagði að þá er þetta eiginlega vottur um vantrú hjá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok