Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér dauðbrá þegar ég sá kommentið þitt. Clint Eastwood á að vera á listanum þó að ég sé ekki sammála því að hann sé sá besti. Hann einfaldlega gleymdist sem skýrir það hvers vegna leikstjórarnir eru níu en ekki tíu.

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Takk fyrir linkinn. Þetta lítur út fyrir að vera virkilega áhugaverð síða. Listinn er, þrátt fyrir að vera einmitt ólíkur mínum, mjög fínn og vel rökstuddur. Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað myndi ég segja að þau væru að horfa aðeins of mikið á vinsældir kvikmyndanna í stað gæðanna. En það getur auðvitað verið góður hlutur líka. Alltaf gaman að fá nýjar kvikmyndasíður.

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
það er greinilega kominn tími til að ég kynnist Hirschspiegel betur. Þú ert svo sannarlega ekki einn um að finnast Juno yfirborðskennd en ég hef aldrei fundið fyrir því, þrátt fyrir að þefa það upp eins og blóðhundur í öðrum gagnfræðiskólamyndum. Fyrir mér er hún bara frekar jarðbundin mynd sem kom sér að efninu.

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér fannst þessi áratugur ekki alveg vera hápunkturinn á ferli Tim Burtons. Hann var virkilega ferskur á níunda og tíunda áratugnum en í dag finnst mér hann vera orðinn þreyttur. Ég hlakka samt til að sjá Lísu í undralandi.

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Það er rétt hjá þér að Watchmen og 300 eru einu myndirnar eftir Zack Snyder sem ég hef séð. 300 fór beinlínis í taugarnar á mér og Watchmen fannst mér ekkert meira en fín. Þess vegna gat ég ekki sett Snyder á litla listann neðst þar sem hann krafðist þess að ég hafði fundist myndirnar góðar. En hver veit nema leikstjórinn hækki í áliti hjá mér einhvern tímann í framtíðinni. Samkvæmt imdb hef ég ekki séð nema lítinn hluta af myndum hans. Bætt við 2. mars 2010 - 23:01 Fyrirgefðu hve augljós og...

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Takk kærlega fyrir bæði hrósið og leiðréttinguna.

Re: Leikstjórar áratugarins

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Enda skammast ég mín mikið fyrir þá ósvífni og leti. Því miður hef ég þó framið alvarlegri glæpi en þetta á kvikmyndasviðinu.

Re: Justin bieber

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hvað meinarðu? Þetta eru verstu rök sem ég hef heyrt lengi. Þau ná meira að segja að vera vond á nokkrum stigum. Sumt fólk þarf aðeins að stiga út úr kirkju sjötta áratugarins.

Re: Rokland

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Maður lendir einhvern veginn alltaf í þannig aðstæður. Bölvaða frestunaráráttan í manni!

Re: Justin bieber

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Mér finnst alltaf svolítið fyndið þegar fólk notar orðið “hommi” til þess að móðga annað fólk.

Re: Rokland

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ég mæli samt með bókinni ef þú hefur gaman af lestri. Hallgrímur Helgason er kannski ekki besti rithöfundur landsins en hann er fjári góður penni.

Re: Lélegar myndir sem þú hefur gaman að

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Nákvæmlega. Mér einmitt tókst það. Tæknibrellurnar voru náttúrulega rosalegar.

Re: Lélegar myndir sem þú hefur gaman að

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þráðarhöfundur bað um lélegar myndir sem manni finnst samt skemmtilegar. Og ég skemmti mér konunglega á 2012. Enginn getur hins vegar sannfært mig um það að myndin sé góð.

Re: Lélegar myndir sem þú hefur gaman að

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
2012 Skelfileg mynd auðvitað. Troðfull af lélegum samtölum, ódýru handriti, klisjukenndum perónum og staðreyndavillum sem skáru í augun. Mögnuð bíóferð engu að síður.

Re: To Kill a Mockingbird

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ég skrifaði um þema bókarinnar, ef ég man rétt. Ekki var það erfitt heldur.

Re: To Kill a Mockingbird

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Sammála. Atticus Finch er ein besta bókmenntapersóna sem ég hef kynnst. Hann var líka túlkaður meistaralega vel af Gregory Peck í kvikmyndinni.

Re: Óskars og Razzie-tilnefningar komnar.

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Það að mikil vinna hafi verið lögð í mynd, á ekki að ráða því hvort mynd fái óskarinn eða ekki. Avatar var virkilega fín mynd en svo sem ekkert meira en það. Stórkostlegar tæknibrellur (ef hægt er að kalla það því nafni) og góð leikstjórn en fleiri verðlaun hlýtur hún vonandi ekki. (Fyrir utan kannski lsitræna stjórnun. Hef aldrei vitað almennilega hvað það er.)

Re: Er ég sá eini?

í Tilveran fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Síðasta verkið hans var ekki sinfónía. Það var sálumessa. Fyrirgefðu nasismann í mér. Það fer bara virkilega í mig þegar formið, sinfónía er slengt á öll verk.

Re: FILMAN - ný kvikmyndasíða

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Mikið er gaman að fá nýja kvikmyndasíðu. Ég mun örugglega vera fastur gestur á henni. Það er aldrei of mikið til af síðum sem fjalla um þetta mikilvæga listform sem á nú að fara að eyðileggja hér á landi.

Re: Þið kvikmyndafróðu

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Being John Malkovich Stranger than Fiction Thank you for smoking

Re: A serious man

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Myndin er byggð á Jobsbók sem finna má í Biblíunni. Sagan fjallar einfaldlega um mann sem lendir í sífellt verri hlutum án þess að eiga það skilið. Lykill myndarinnar er að spyrja ekki of mikið.

Re: Mitt álit af kvikmyndum árið 2009

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Já, ég verð að fara að drífa mig á myndina. Ég hef einmitt heyrt maður njóti hennar betur í þrívídd.

Re: Mitt álit af kvikmyndum árið 2009

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Já, heldur betur.

Re: Mitt álit af kvikmyndum árið 2009

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Það er auðvitað rétt hjá þér að kvikmynd þurfi ekki að hafa allt á þessum lista mínum enda var það ekki alveg það sem ég var að meina. Ég veit ekki betur en að bíómyndir eru gerðar til að sýna manni nýja vídd og færa mann í nýjan heim Það var þessi setnig sem ég var að gagnrýna enda eru hlutverk kvikmynda fleiri en það að færa mann í nýjan heim.

Re: Mitt álit af kvikmyndum árið 2009

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Því það er svo margt fleira sem gera góðar bíómyndir að góðum bíómyndum. Heillandi persónusköpun, góð samtöl, góður söguþráður og svo framvegis. Hef annars ekki séð Avatar svo ég get ekki dæmt um það hvort myndin hafði þetta eða ekki. Var einungis að stinga upp á hlutum sem myndin gæti hafa vantað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok