Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TS: Magicstomp bassaeffekt til sölu (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Er með Yamaha magicstomp bassaaeffect til sölu, ennþá í kassanum og allar snúrur með, bæklingur og diskur. Hægt að tengja við tölvu til að bæta fleirum við. Skelli 30.000 kr á hann. Hafið samband í síma 849-7689 eða sendið bara skilaboð. http://barnaland.is/album/img/123159/m/634297481193492614.jpg http://barnaland.is/album/img/123159/m/634297481924825302.jpg http://barnaland.is/album/img/123159/m/634297482241351331.jpg

Dean gítar til sölu... (2 álit)

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Gítar sem ég keypti á 45 þúsund set 20 þúsund á hann ekki krónu minna… http://barnaland.is/album/img/125275/m/633986402821552000.jpg

Dáleiðslumeðferð (9 álit)

í Heilsa fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hefur einhver hérna prófað dáleiðslumeðferð eins og er t.d. boðið upp á á göngudeild 31E á landsspítalanum? Langar að heyra um þetta frá einhverjum sem hefur prófað, megið senda skilaboð líka.

Púsl (18 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Hver er besta leiðin til að ramma inn púsl og hengja á vegg? Svona án þess að eiga á hættu að það detti allt í sundur.

Fílapenslaplástrar (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hvar fást fílapenslaplástrar frá einhverju öðru en Nivea?

Valhöll (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Óska eftir eintaki af dönsku teiknimyndinni Valhöll frá 1986, helst með íslensku eða ensku tali.

608 spoiler (6 álit)

í Sápur fyrir 16 árum
Hver er þessi Julian eiginlega? Hefur hann einhverntímann komið áður í þættina? Bætt við 1. nóvember 2008 - 22:40 Og btw Gigi er asni.

Eftirmeðferð (4 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Kærastinn minn var að fá sér flúr á föstudaginn, hann er ennþá frekar rauður í kring, það er mikið hrúður á því og hann þarf alltaf að vera að bera Helosan á það því annars springur það upp og það byrjar að blæða. Er alveg eðlilegt að það blæði ennþá meira en fjórum dögum seinna?

EÓ Cosmetics (3 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum
Ég verð að mæla með einu hérna. Rakst á síðuna http://eocosmetics.com einhverstaðar og ákvað að prufa, það er hægt að fá prufur sendar ódýrt heim. Ég keypti mér bæði púðurprufu (mineral púður) og augnskugga, er búin að vera að nota þetta í nokkrar vikur og húðin á mér er æði. Lenti svo í því að pósturinn týndi sendingunni, svo stelpan sem er með þetta sendi mér bara aftur og ég þurfti ekkert að borga fyrir það. Ég er samt ekki á launum eða neitt við að auglýsa þetta, vildi bara benda öðrum á...

Hvenær koma þættirnir á netið? (5 álit)

í Sápur fyrir 16 árum, 1 mánuði
Veit einhver sirka kl hvað nýjustu þættirnir hafa verið að koma inn á netið?

Hilux óskast (2 álit)

í Bílar fyrir 16 árum, 1 mánuði
Óska eftir Toyota Hilux, í góðu ástandi og sæmilega ódýrum. Sendið skilaboð.

Fyrir þá sem eru óþolinmóðir... (4 álit)

í Sápur fyrir 16 árum, 2 mánuðum
…og nenna ekki að bíða eftir að OTH komi á SkjáEinn hérna heima, þá verður byrjað að sýna 6. seríuna úti á mánudaginn, 1. september. Vildi bara minna á þetta.

Óska eftir... (0 álit)

í Bílar fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Honda Accord óskast, ca 2003 árgerð. Hafið samband í skilaboðum eða hér fyrir neðan.

Námsráðgjöf (0 álit)

í Skóli fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Býður HÍ upp á námsráðgjöf fyrir þá sem eru ekki (ennþá) skráðir nemendur hjá þeim? Ef ekki, hvar getur maður þá fengið góða námsráðgjöf ef maður er ekki í neinum skóla?

Hjondæ Accent til sölu ódýrt (6 álit)

í Bílar fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Er með gullfallegan gulan Hjondæ Accent ‘98 til sölu. Skoðaður ’08, lítið notuð dekk undir honum, vindskeið og topplúga, geislaspilari (fínt merki, man samt ekki hvaða, gæti verið Sony), 1500 cc, 88 hestöfl, ný bremsluleiðsla, rúmgott skott og mjög ljúfur og góður bíll. Það vantar samt plastið yfir eitt stefnuljósið, ljósið sjálft svínvirkar samt, og hann er ekkert rosalega beyglaður. Eyðir ekki miklu bensíni, en brennir smurolíunni soldið. Tilboð í hann óskast sem fyrst, í skilaboðum takk...

Eigendaskipti / umboð? (7 álit)

í Bílar fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ég ætla að selja bílinn minn (eða kannski endar hann bara í Vöku), en hann er skráður á pabba. Hvernig er einfaldast að redda því þá? Ef ég verð sett sem eigandi í þennan stutta tíma sem það tekur mig vonandi að losa mig við bílinn, þá er það eigendabreytingagjald eiginlega farið í ruslið og borgar sig varla. Getur hann látið mig fá umboð til að selja bílinn? Veit einhver hvernig þetta virkar? Btw, ef einhver hefur áhuga á gulum Hyundai Accent '98, endilega hafa samband. Skoða öll tilboð.

Akrýlneglur (7 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Mig vantar upplýsingar um einhverja sem eru að gera akrýlneglur á Suðurnesjum. Kominn tími til að láta laga mínar :/ Finn ekkert á google eða smáauglýsingasíðunum.

Lítil og kósí tjaldsvæði (8 álit)

í Ferðalög fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Hvar eru lítil og þægileg tjaldsvæði, helst róleg og fámenn, þar sem eitthvað er hægt að gera í grenndinni?

Á einhver svona spilara? (14 álit)

í Tilveran fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég var að kaupa mér Sansa SanDisk mp3 spilara, en ég næ ekki að tengja hann við tölvuna svo ég geti sett lög á hann. Á einhver svona spilara sem kann á þetta?

Tímabundið fjarsamband (23 álit)

í Rómantík fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Er einhver hérna sem kannast við að geta ekki hitt makann í einhvern tíma? Ég er að fara til útlanda eftir mánuð, í ferð sem mig hefur lengi dreymt um, og verð í fimm vikur. Mér finnst samt svo erfitt að hlakka til, því kærastinn minn kemur ekki með, og ég sakna hans hverja einustu mínútu sem ég er ekki með honum núna, svo ég get ekki ímyndað mér hvernig það verður að hitta hann ekki í meira en mánuð. Er einhver með ráð handa mér, reynslusögur eða eitthvað? Ég vil ekki láta aumingjaskapinn í...

Coupling (5 álit)

í Gamanþættir fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Hvar get ég keypt Coupling seríurnar á dvd?

Spes áherslur hjá landlæknisembættinu (103 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 6 mánuðum
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/06/hudgotun_veldur_ahyggjum/ Er mikið um það að krakkar undir 18 séu að fá sér göt á stofum án leyfis foreldra? Mér finnst að sóttvarnasviðið ætti frekar að einbeita sér að því þegar foreldrar eru að brjóta gegn ungum börnum sínum með því að gata á þeim eyrun, þar sem það er muuun hættulegra og andstyggilegra. Ég hafði samband við þá einhverntímann og spurði um álit á því þegar verið væri að gata eyru nýfæddra barna, og þeim fannst ekkert að því....

Snittumatur (1 álit)

í Matargerð fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Mig vantar hugmyndir að einhverjum svona snittumat. Endilega komið með eitthvað.

Kjólar? (11 álit)

í Tíska & útlit fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Ég er að leita mér að flottum og klassískum kjól, en veit ekki alveg hvar ég á að leita. Er búin að vera að skoða í Karen Millen og fann margt fullkomið þar, en ég er fátækur námsmaður og á ekki alveg efni á þeim. Svo ef einhver veit um kjóla á borð við þessa, sem kosta helst ekki meira en 25þús, endilega láta mig vita. http://www.karenmillen.com/pws/images/catalogue/product/103DE07051/mann_medium/103DE07051_fr.jpg...

Forseti Íslands (11 álit)

í Deiglan fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Veit einhver hvernig þetta verður með forsetann? Er einhver búinn að bjóða sig fram, verða kosningar, eða ætlar Óli að halda áfram?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok