Þessi mynd, eins og allar David Fincher myndir, er mjög góð. Í þessari mynd er reyndar fullt af spurningum fyrir efasemdamenn ósvarað, eins og t.d. hvernig gátu þau reiknað með öllum viðbrögðum Michael Douglas (hann myndi reyna að finna leikarann, stökkva akkúrat þarna niður o.s.frv.). Ég er þó enn á því að Se7en sé eitt mesta meistaraverk sem komið hefur fram á sjónarsviðið, og þá tel ég allar myndir með. Ég hlakka til að sjá Panic Room og jafnvel MI:3 sem nýkomið er í ljós að hann leikstýrir.