Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

edadmin
edadmin Notandi frá fornöld 14 stig

Re: Skemmt bretti!!%$#*

í Bretti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Byko, Húsasmiðjan, jafnvel bensínstöðvar selja svona tvíþátta Epoxy lím. Þetta lítur út eins og svona stór tvöföld sprauta. Hægt að fá í nokkrum gerðum þar sem hörðnunartíminn er það sem er breytilegt eftir gerðum. Athugaðu bara að það getur tekið alveg sólarhing að harðna vel.

Re: Skemmt bretti!!%$#*

í Bretti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Settu bara tvíþátta epoxy í þetta til að loka þessu. Jafnvel smá slatta til að fljóta upp í dældina. Það getur ekki verið að þetta skipti máli. Annars þekki ég bara til kite-bretta og seglbretta en þetta ætti að vera nokkurnveginn sama tóbakið. Ég veit ekki um neinn með sérfræðikunnáttu á þessu sviði hér á landi. Dettur helst í hug Goggi Hilmars, veit að bróðir hans Óliver smíðað sjálfur seglbretti út í Ástralíu á sínum tíma. Óliver er reyndar í bandaríkjunum eins og er held ég. En ef...

Re: Skemmt bretti!!%$#*

í Bretti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Hvað er þetta stórt gat? Er opið inn að kjarnanum (frauð)? Gæti dugað að loka bara með EPOXY lími. Ef þetta er það stórt að það þarf að setja e-a trefjamottu þá skaltu passa þig á að nota ekki það resin sem er notað í trefjabransa hér á landi (polystyrene). Það étur kjarnann (ef það er opið inn að honum). Þá verðurðu að nota EPOXY resin (sem virðist vera svotil ófáanlegt hér á landi).

Re: Flow bindingar

í Bretti fyrir 20 árum
Takk fyrir svörin. Var búinn að lesa á e-u erlendu forumi að máta skó í leiðinni. Mér skilst að þetta séu sniðugustu bindingarnar fyrir snowkiting (sem ég ætla að nota brettið í). Hvað þá með step-in bindingar, veit að nokkrir selja það hér á landi. Las e-staðar að þær gætu verið hálfgert maus (snjór í bindingarnar - ekki sama feel). Hefur e-r reynsluna af þeim? (Það þarf helst að vera frekar fljótlegt og auðvelt að komast í brettið - með kite-inn á lofti)

Re: "Fjallhíf"

í Hjól fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ertu alveg harður á að vilja nota fjallhlíf en ekki kite. Ég veit hvað þú ert að tala um með fjallhlíf, voru mest notaðar af göngu-/fjallafólki á sínum tíma. Heimasaumaðar og skíðastafi notaðir sem handföng. Kite er aftur á móti 20-25 metra uppi í loftinu og gefur miklu meira performance, þ.e. tog og það í allar áttir vindgluggans (margir sérlega hrifnir af lóðrétta toginu+hanginu). Flatarmál sennilega svipað upp í miklu meira fyrir kite (ég á allavega 15fm kite). Semsagt annaðhvort að fara...

Re: Wakeboard

í Hjól fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Galli ca. 20-25 þús. Wakeboard ca. 30-40 þús. Bátur úff, en JetSki getur dugað. Samt ekki hægt að setja tóg-grind á JetSki (sem er í ca. 1,5-2m hæð upp á air-lift að gera). Á bátana er líka hægt að setja ballest eða vera með nokkra farþega aftast í bátnum til að búa til stærra wake upp á stökk að gera. Ein low-budget lausn (og miklu skemmtilegri) er að fá sér Kite til að draga sig áfram (Kite-surfing). Fer reyndar smá tími í að læra á Kite-inn en fullt af air-time.

Re: til sölu Kite..

í Hjól fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bíddu, af hverju selja glænýja blade-inn? Ég keypti nýjan 4,9fm fyrir ca. 2 mán. síðan. Tekur bara smá tíma að venjast (svona all or nothing power) en þegar maður er orðinn vanur honum er þetta rosalega skemmtilegur dreki. Hálfgert legend í sportinu. Hef flogið honum á skíðum alveg frá 4 m/sek upp í 8-9 m/sek. Núna síðast á Langjökli föstudaginn langa (vorum 7 stk. að flúga drekum af öllum stærðum og gerðum). Þessi 6,6 fm. er ábyggilega mjög skemmtilegur.

Re: ASP Access myndir

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hef fengið þetta til að virka. Prófaðu: http://www.pstruh.cz/help/scptutl/upload.asp Fann þar e-staðar componenta lausan kóða. Þú býrð til blob field og upload-ar myndina í gegnum form (FILE) Kallað svo með t.d. mynd_skra = “/dbupload/dbdown.asp?ID=” + id response.write(“”“IMG SRC=”“” & mynd_skra & “width=320 height=240” Réttilega skapar álag á serverinn en gengur þar sem þess er þörf.

Re: Enn ASP hjálp

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
hagur hefur rétt fyrir sér. Iusr_xxxxxx (xxxxxx nafn server) er accountinn sem anonymous notar. Þessi notandi þarf að vera með skrifréttindi á textaskránna (eða möppuna). Nota bara Notepad til að skrifa asp skránna. Þá losnarðu við þetta encoding dót.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok