Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: hættulegt fyrir hunda?

í Hundar fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ookkk…ég skil ekki alveg hverju þú ert að reyna að koma á framfæri. Hrár matur fer ekki illa í hunda, þeir eru ekki með eins meltingarsystem og manneskjur þó að sumir vilji halda það.

Re: hættulegt fyrir hunda?

í Hundar fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ha? Af hverju í ósköpunum ætti hann að fá niðurgang? Ef þú heldur að hráfæði valdi því, þá ættiru að lesa þér til um það.

Re: Þegar hvolpar bíta

í Hundar fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hvolpar vaxa upp úr því að bíta. Hann er líka örugglega nýbúinn að taka tennur eða jafnvel að því svo að hann verður að fá eitthvað til að naga. Það er mjög gott ráð að hafa alltaf eitthvað skemmtilegt leikfang sem hann má bíta og naga að vild og þegar hann bítur í hendurnar á þér, gefa honum strax leikfangið svo að hann læri að dótið er til að bíta ekki höndin á þér. Ekki hafa áhyggjur, hann er bara lítið barn, hann vex upp úr þessu. Muna bara að gefa honum eitthvað til að naga á :)

Re: hættulegt fyrir hunda?

í Hundar fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ég er 100% sammála þér! Stundum vorkenni ég hundum sem éta sama þurrfæðið allt sitt líf. Það er eins og ef manneskja myndi éta hafragraut í öll mál endalaust. Fólk er heldur ekki mikið að pæla í hvað er í þurrfóðri, í því er mikið af höfrum sem eru alls ekki nauðsynlegir hundum og guð má vita hvað. Ég gef mínum hrátt fæði, kjúkling og annað og hann dýrkar það :)

Re: Gott ráð?

í Hundar fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Girðingu úti? Girðing á ekki að skipta máli, þetta er bara almennt uppeldi á hundinum. Ef þú vilt að hundurinn hlýði þér þá verðuru að þjálfa hann upp í það. Best að eiga hundabúr og taka hann reglulega út til að gera þarfir, því hundar skíta ekki út búrið sitt, nema það sé alvarlegra vandamál á bak við. Þetta getur tekið langan tíma og mikla þolinmæði og fyrst og fremst verður maður að fylgjast með hundinum 24/7.

Re: Þegar hvolpar bíta

í Hundar fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég er sammála þeirri aðferð líka, það fer bara eftir aðstæðum og hvort hvolpurinn er að bíta í leik eða ekki. Fólk verður bara að fara eftir sinni sannfæringu ;)

Re: Gott ráð?

í Hundar fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þú verður að byrja upp á nýtt að venja hann á að pissa úti. Gera það að rútínu, alltaf á nokkurra tíma fresti. Það er sniðugt fyrir þann sem er heima hverju sinni að festa langt band við sig og við ól hundsins og þá kemst hann ekki afsíðis til að pissa. Þetta er algjörlega undir eigandanum komið. Ekki skamma hann fyrir að pissa inni nema ef þú nærð honum á þeirri sekúndu sem hann pissar, annað gerir ekkert gagn.

Re: Þegar hvolpar bíta

í Hundar fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Það fer eftir hvort þetta sé leikur hjá honum eða alvara. Ef hundur glefsar við áreiti geturu ekki treyst honum með barni til dæmis, en hundur sem glefsar út í loftið í leik og gleði til að sýna undirgefni, það er annað mál. Það fer allt eftir aðstæðum.

Re: Beagle Hvolpar til sölu

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Það fer ekki eftir tegundum hvort hvolpar góla. Langflestir væla þegar þeir koma á nýtt heimili, en það er eðlilegt. Þeir jafna sig oftast fljótt :)

Re: Labrdorinn sem ég fæ eftir 2VIKUR:D

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Woops!

Re: Labrdorinn sem ég fæ eftir 2VIKUR:D

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Er hann ekki svoldið ungur? Eftir tvær vikur verður hann bara sex mánaða..hvað varð um átta vikna viðmiðið? Bara að pæla.

Re: Yess Labrador

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Í goðafræði já, Skaði var dóttir Þjössa jötuns. Hún var kona Njarðar.

Re: Yess Labrador

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Loki/Geri/Freki/Skaði(reyndar kvenkyns nafn en…). Alltaf gott að leita í goðafræðina ;)

Re: Þegar hvolpar bíta

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Spurning að skrifa grein um “pack structure” í hundum. Hef það bak við eyrað.

Re: Þegar hvolpar bíta

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ekki misskilja, hundar eru margslungnir að mörgu leiti, skynja margt sem mannfólk gerir ekki og svoleiðis, ég er að tala um svarthvítt í sambandi við hegðun og afleiðingar. Ef þú gefur hundinum milljón mismunandi viðbrögð við því sem hann gerir, þá skilur hann ekki hvað þú ert að reyna að segja honum.

Re: hvolpanámskeið ?

í Hundar fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég held að það sé sniðugra að þjálfa hann sjálfur..Á svona námskeiðum er svo mikið í gangi og hundurinn einbeitir sér ekki nógu vel. Hann lærir kannski nokkur trix, en er það nóg? Ég mæli með www.leerburg.com, frábær síða sem haldið er uppi af manni sem hefur ræktað og þjálfað hunda í 40 ár, hægt að lesa greinar eftir hann, e-books, sem kenna þér meira en hvolpanámskeið. Allavega mín ráðlegging. Gangi þér vel.

Re: Hjálp :(

í Hundar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Bara tala við dýralækni, annars eyðiði bara jafn miklum pening í að finna “réttan” mat handa henni sem hún vill borða, í staðinn fyrir að fá bara allt á hreint hjá lækni. Getur ekki verið svo mikið mál að skjótast og láta líta á hana.

Re: Hjálp :(

í Hundar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Það er gott að hún sé svona hress að öðru leyti en þegar kemur að mat, en það er ekki þess virði að bíða og gá hvort hún lagist. Ef hún er virkilega að svelta sig, neita að éta og svona, þá hlýtur að vera eitthvað að, annað en bara matvendni…Þannig að, bara til að vera viss, þá skuluði að fara til dýralæknis og láta meta hana. Það sakar ekki að vera með allt á hreinu. Gangi ykkur vel með hana.

Re: Hjálp :(

í Hundar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Þið verðið að fara með hana strax til dýralæknis áður en ástandið verður verra. Hún er örugglega með orma eða alvarlega veik. Drífa sig til læknis!

Re: Langar í tattoo, hvar er það ekki vont ?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Woops…ætlaði að svara þessum fyrir ofan þig o.O

Re: Langar í tattoo, hvar er það ekki vont ?

í Húðflúr og götun fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Hehe, ég hló :D

Re: Gat í nefið

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum
Ég hef fengið mér tvisvar í nefið, bæði skiptin með byssu, bæði skiptin fékk ég sýkingu og er ekki með lokk í dag. Fyrsta skiptið var engin góð ástæða fyrir sýkingunni, en í seinna skiptið skipti ég um lokk of snemma. Augljóslega hef ég enga reynslu af nálum, en sársaukinn við að fá þetta með byssu stendur yfir í svona hálfa sekúndu, ekkert vont eftirá. Ég valdi hægri nös bæði skiptin, hef ekki hugmynd hvort það sé einhver “regla”. Ég er ekki með sjáanlegt ör, en ég finn fyrir öri innan í...

Re: Rhyno Piercing

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 1 mánuði
Jahá…þetta minnir mig á nornavörtu, vantar bara hár sem standa út úr o.O

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Mike í keflavík, þetta verður svoldið svona corny atburður, á sama stað og gamla og með sama kærastanum :P En, gaman verður það. Var að fá teikningarnar hjá vinkonu minni og þær komu mjöööög vel út, svo að ég held að þetta verði virkilega flott. Ætli ég setji ekki inn mynd bara þegar þetta er allt búið að jafna sig :D

Re: Farewell...

í Húðflúr og götun fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ef ég stari lengi á það, fer ég að sjá gyðing með svona súperbarta :P Too silly…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok